Kyrrðarstund og eldriborgarastarf þriðjudaginn 7. september
Á morgun þriðjudaginn 7. september byrjar eldriborgarastarfið okkar aftur eftir sumarfrí. Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12 og fáum okkur síðan súpu og brauð eftir stundina. Söngvasveinar ríða á vaðið og gleðja okkur með söngdagskrá. Hlökkum til að sjá ykkur, verið velkomin.