Fréttir

Göngumessa Breiðholtssafnaðanna sunnudaginn 13. júní

Gengið verður frá Breiðholtskirkju kl. 10 yfir í Seljakirkju þar sem guðsþjónustan hefst kl. 11, Vigdís Pálsdóttir leiðir gönguna.  Sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar. Messukaffi og skemmtileg samfélag að guðsþjónustu lokinni. Njótum þess að vera samferða á sunnudaginn í kirkjuna.

By |2021-06-11T10:11:19+00:0011. júní 2021 | 10:11|

Guðsþjónusta sunnudaginn 30. maí kl. 11:00 Göngumessa

Guðsþjónusta sunnudaginn 30. maí kl. 11 Nú er komið að okkar árlegu göngumessum við byrjum á að ganga frá Seljakirkju og hittumst þar kl. 10 og göngum saman að Fella- og Hólakirkju. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Kristín Kristjánsdóttir djákni þjóna og flytja predikun. Sellónemendur frá tónskóla Sigursveins leika þau eru Agnes Jórunn Andrésdóttir , [...]

By |2021-05-25T10:22:52+00:0025. maí 2021 | 10:22|

Hvítasunnudag Fermingaguðsþjónusta kl. 11 Æskulýðsguðsþjónusta kl. 20

Æskulýðsguðsþjónusta kl. 20 í samstarfi við kristilega skólahreyfingu. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og sr. Sigurður Már Hannesson , skólaprestur predikar. Hljómsveit KSS flytur tónlist og leikur undir söng. Boðið upp á léttar veitingar eftir stundina. Fermingaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarsson þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.

By |2021-05-18T11:52:23+00:0018. maí 2021 | 11:52|

Guðsþjónusta sunnudaginn 16. maí kl. 11

Guðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 16. maí Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Barnakór Hólabrekkuskóla syngur undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur kórstjóra og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari Helga Björg Gunnarsdóttir. Kaffisopi og djús eftir stundina. Verið velkomin

By |2021-05-11T10:18:30+00:0011. maí 2021 | 10:18|

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 11. maí

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 11. maí. Við fögnum vorinu og að loksins getum við verið með opið hús. Samkomutakmörk eru 50 manns og við sláum í grillpartý að hætti Fella- og Hólakirkju Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Hlökkum til að sjá alla vini okkar aftur eftir langt hlé. Verið hjartanlega velkomin

By |2021-05-07T12:45:07+00:007. maí 2021 | 12:45|

Guðsþjónusta sunnudaginn 9. maí kl.11

Guðsþjónusta kl. 11:00 Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Reynir Þormar leikur á saxafón. Inga Backman syngur einsöng í tilefni mæðradagsins. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir

By |2021-05-04T10:53:34+00:004. maí 2021 | 10:52|
Go to Top