Fréttir

Kyrrðarstundir byrja aftur þriðjudaginn 16. febrúar kl. 12

Loksins færist líf aftur í kirkjunna okkar, guðsþjónustur hafnar , barnastarfið og nú kyrrðarstundirnar okkar. Við bíðum með að hefja félagsstarf eldriborgara þar til samkomutakmörk verða hækkuð. En næsta þriðjudag verður kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Við munum eiga notalega stund með hugleiðingu bæn og tónlist. Karladúettinn Garðari [...]

By |2021-02-14T13:53:20+00:0014. febrúar 2021 | 13:53|

Guðsþjónusta sunnudaginn 14. febrúar kl. 11

Næsta sunnudag 14. febrúar getum við loksins boðið upp á guðsþjónustu í kirkjunni okkar kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. Hlökkum til að hitta ykkur, verið hjartanlega velkomin.

By |2021-02-09T11:04:17+00:009. febrúar 2021 | 11:04|

Kirkjustarfið á nýju ári

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð horfum við öll af bjartsýni til framtíðar og sjáum fyrir endann á þeim takmörkunum sem við höfum öll þurft að búa við undanfarið. Á næstu dögum munu eftirfarandi liðir safnaðarstarfsins hefjast á ný: Fermingarfræðslan hefst 13. janúar og verður kennt miðvikudaga og fimmtudaga kl. 15 Vinadeild KFUM [...]

By |2021-01-12T11:28:58+00:0012. janúar 2021 | 11:28|

Jólaguðsþjónusta á Youtube

Undanfarna mánuði höfum við ekki getað haft okkar hefðbundna helgihald í kirkjunni og höfum orðið að nýta okkur samfélagsmiðla. Á facebook síðu kirkjunnar (facebook.com/fellaogholakirkja.is) hefur því orðið til dágott safn af uppbyggjandi helgistundum og bænastundum, sem eru öllum sem vilja aðgengilegar. Youtube rás kirkjunnar heur verið notuð til að miðla fræðsluefni til fermingarbarna. Kirkjan leitar [...]

By |2020-12-29T12:05:52+00:0029. desember 2020 | 11:59|

Jól með breyttu sniði

Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Það verða jól með breyttu sniði í ár og því miður getum við ekki komið saman í kirkjunni til guðsþjónustu á jólum. Það er góð hefð í mörgum fjölskyldum að koma saman til kirkju á aðfangadagskvöldi og á jóladegi. Í ár verður [...]

By |2020-12-24T00:08:37+00:0023. desember 2020 | 23:04|

Markús – Vefþættir um Biblíuna

Í byrjun nóvember hóf göngu sína vefþáttaserían ,,Markús" í umsjá sr. Jóns Ómars Gunnarssonar og sr. Péturs Ragnhildarsonar. Um er að ræða stutta þætti þar sem þeir félagarnir ræða saman og fjalla um Biblíuna. Fyrsta serían fjallar um Markúsarguðspjall og verður sex þættir í heildina sem eru allir sjálfstæðir en mynda þó eina samfellda heild. [...]

By |2020-11-30T20:53:17+00:0030. nóvember 2020 | 20:19|

Starfið í kirkjunni næstu vikur

Kæru vinir, enn þurfum við að haga starfi okkar í kirkjunni í samræmi við hertar sóttvarnaaðgerðir því verður  þjónusta kirkjunnar næstu tvær vikurnar með sama hætti og verið hefur. En þrátt fyrir að takmörkun á hefðbundnu starfi þá er kirkjan opinn alla virka daga frá kl. 9 – 16 og öllum velkomið að koma, kveikja [...]

By |2020-11-03T14:02:50+00:003. nóvember 2020 | 14:02|

Allra heilagra messa sunnudaginn 1. nóvember kl. 11

Vegna samkomutakmarkana verður ekki  hefðbundin guðsþjónustu á Allra heilagara messu  eins og venja er. Þess í stað verður guðsþjónustunni streymt frá facebooksíðu kirkjunnar kl. 11:00. Þar verður minnst látinna og sérstaklega þeirra sem látist hafa á árinu. Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt með því að kveikja á kerti heima til minningar um [...]

By |2020-10-29T10:31:52+00:0029. október 2020 | 10:31|

Fella og Hólakirkja í október

Kæru vinir Fella og Hólakirkju Í ljósi hertra aðgerða sóttvarnalæknis og stjórnvalda , sem miðast við 20 manna samkomutakmörk, þurfum við enn á ný að laga starfsemi kirkjunnar að þeirri stöðu sem uppi er í samfélaginu og hlýða settum reglum.  Það sem breytist hjá okkur Opið helgihald fellur niður í október. Starf með eldri borgurum [...]

By |2020-10-07T14:03:31+00:007. október 2020 | 14:03|

Bænastundir á virkum dögum kl. 12

Streymt verður alla virka daga kl. 12 á facebook síðu kirkjunnar https://www.facebook.com/FellaogHolakirkja hægt er að senda bænarefni  til okkar með því að hringja í síma kirkjunnar 5573280 eða senda á netfangið fellaogholakirkja@fellaogholakirkja.is

By |2020-10-06T13:02:19+00:006. október 2020 | 13:02|
Go to Top