Fermingar: foreldrafundur
Miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20 verður fundur með foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna þessa veturs. Á fundinum mun prestarnir ræða starfið í vetur og fermingarferð sem farin verður 12. - 13. nóvember n.k..
Miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20 verður fundur með foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna þessa veturs. Á fundinum mun prestarnir ræða starfið í vetur og fermingarferð sem farin verður 12. - 13. nóvember n.k..
Kyrrðarstund kl. 12 súpa og brauð eftir stundina. Þórey Dögg Jónsdóttir framkvæmdastjóri eldriborgararáðs verður með erindi, Herr Katharina. Senior couples playing cards on patio Spilum, spjöllum og eigum góða samveru saman. Allir velkomnir.
Um 2600 fermingarbörn um allt land ganga í hús þessa vikuna og safna peningum til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Framlag fermingarbarna er risastórt en í fyrra söfnuðu þau um átta milljónum króna. Áður en börnin ganga í hús fá þau að kynnast þróunarsamvinnu Hjálparstarfs kirkjunnar í fermingarfræðslunni. Þau fræðast um aðstæður fólks sem býr [...]
Allra heilagra messa sunnudaginn 1. nóvember kl. 11.00. Prestar kirkjunnar predika og þjóna. Við minnumst látinna og tendrum kertaljós í minningju þeirra. Tónlistaflutningur er í höndum Arnhildur Valgarðsdóttir organista ásamt kirkjukórnum. Á sama tíma er sunnudagaskólinn í umsjá Mörtu og Ásgeirs. Verið hjartanlega velkominn.
Kyrrðarstund kl. 12:00 súpa og brauð eftir stundina. Gestur okkar í dag er Sigurjón Árni Eyjólfsson sem spilar á saxafón og segir sögur. Verið velkomin í gott og gefandi samfélag.
Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Söngnemandi frá Domus Vox, Jana Björg Þorvaldsdóttir syngur einsöng og sellónemandi frá Tónskóla Sigursveins, Sólveig Aðalbjört Guðmundsdóttir leikur á selló. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Marta og Ásgeir taka vel á móti börnunum með leik, söngvum og sögum. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffi og [...]
Karlakaffi Má bjóða þér í kaffi og vínabrauð, spjall og samveru. Gestur okkar að þessu sinni er Jón Baldvin Hannibalsson sem ætlar að spjalla og um lífið og tilveruna á efri árum. Láttu sjá þig við tökum hlýlega á móti
Við byrjum með Kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Eftir stundina er boðið upp á ekta íslenska kjötsúpu að hætti Jóhönnu og Kristínar. Þorvaldur kemur með harmonikkuna og við syngjum saman. Allir eru velkomnir.
Leikjafjör fyrir 6-9 ára fellur niður í dag vegna haustfrís grunnskólanna. Annað starf er óbreytt í dag! Leikjafjör fyrir 10-12 ára verður á sínum stað kl. 17. Unglingastarfið fyrir 8.-10. bekk verður kl. 20 að venju.
Sr. Ólafur Jón Magnússon skólaprestur KSH þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Söngnemi frá söngskóla Reykjavíkur syngur einsöng. Leiðtogar sunnudagaskólans Marta og Ásgeir taka vel á móti börnunum. Kaffisopi og djús eftir stundina. Verið velkomin.