Aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju 30. nóv
Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 30. nóv kl. 20:00, verður aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju. Kór Breiðholtsprestakalls, Lögreglukórinn og VÆB flytja jólatónlist undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra. Guðrún Hafsteinsdóttir flytur aðventuhugvekju. Sr. Pétur Ragnhildarson sóknarprestur leiðir stundina ásamt Steinunni Þorbergsdóttur djákna. Aðventukvöldið endar á samsöng við kertaljós eins og hefð er fyrir þar sem [...]