Fréttir

Messa í Breiðholtskirkju 27. ágúst

Næsta sunnudag, 27. ágúst, verður verður sameiginleg messa á vegum safnaðanna í Breiðholtsprestakalli í Breiðholtskirkju kl. 11:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudaginn 3. sept verður sameiginleg messa Breiðholtsprestakalls í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00.

By |2023-08-22T16:23:06+00:0022. ágúst 2023 | 16:19|

Guðsþjónusta 20. ágúst

Næsta sunnudag, 20. ágúst, verður guðsþjónusta í Fella-  og Hólakirkju kl. 11:00. Guðsþjónustan er sameiginleg á vegum safnaðanna í Breiðholtsprestakalli. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur organisti og félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudaginn 27. ágúst verður sameiginleg messa Breiðholtsprestakalls í Breiðholtskirkju kl. 11:00.

By |2023-08-15T13:46:11+00:0015. ágúst 2023 | 13:46|

Messa í Breiðholtskirkju 13. ágúst

Næsta sunnudag, 13. ágúst, verður sameiginleg messa á vegum safnaðanna í Breiðholtsprestakalli í Breiðholtskirkju kl. 11:00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari og prédikar. Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudaginn 20. ágúst verður sameiginleg messa Breiðholtsprestakalls í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00.

By |2023-08-09T13:24:18+00:009. ágúst 2023 | 12:32|

Sumarið í Fella-og Hólakirkju

Í júlímánuði verður ekki helgihald á sunnudögum í Fella-og Hólakirkju. Engu að síður verða kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12 í Breiðholtskirkju og guðsþjónustur á sunnudögum kl. 11 í Seljakirkju. Fram að Verslunarmannahelgi er ekki hefðbundinn opnunartími í kirkjunni. Hægt er að hafa samband um salaleigu og notkun á kirkjunni með því að senda tölvupóst á [...]

By |2023-08-09T12:53:48+00:004. júlí 2023 | 08:30|

Gönguguðsþjónusta í Seljakirkju sunnudaginn 1. júlí

Gönguguðsþjónustur safnaðanna í Breiðholti halda áfram. Að þessu sinni verður gengið frá Fella-og Hólakirkju kl. 10 til Seljakirkju þar sem messan hefst kl. 11. Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar og predikar. Félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2023-06-28T14:02:17+00:0028. júní 2023 | 14:02|

Göngumessa í Fella-og Hólakirkju kl. 11

Sunnudaginn 25. júní verður göngumessa í Fella-og Hólakirkju kl. 11. Að þessu sinni verður safnast saman í Seljakirkju og gengið þaðan til kirkju í Efra Breiðholti kl. 10. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar  og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista. Eftir messuna verður messukaffi að hætti Bjarkeyjar kirkjuvarðar. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-06-21T15:08:25+00:0021. júní 2023 | 14:57|

Gengið til kirkju: Gönguguðsþjónusta í Seljakirkju

Næsta sunnudag, 18. júní kl. 11, verður gönguguðsþjónusta í Seljakirkju. Gengið verður frá Breiðholtkskirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Seljakikju kl. 11:00. Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar fyrir altari og prédikar. Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar. Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð. Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og hvetjum [...]

By |2023-06-14T09:06:47+00:0014. júní 2023 | 09:06|

Göngumessa í Breiðholtskirkju

Sunnudaginn 11. júní nk. verður önnur göngumessa sumarsins í Breiðholtskirkju kl. 11. Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju klukkan 10.00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2023-06-07T13:04:27+00:007. júní 2023 | 12:59|

Göngumessa á sjómannadaginn

Næsta sunnudag, 4. júní er sjómannadagurinn og jafnframt fyrsta gönguguðsþjónusta sumarsins hjá söfnuðunum í Breiðholti. Gengið verður frá Seljakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00 og leiðir sr. Sigurður Már Hannesson gönguna. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista [...]

By |2023-05-30T13:53:21+00:0030. maí 2023 | 13:52|

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudag

Næsta sunnudag, 28. maí, höldum við í kirkjunni upp á Hvítasunnudag með hátíðarguðsþjónustu kl. 17:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Hátíðartón sr. Bjarna verður sungið. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-05-24T15:26:51+00:0024. maí 2023 | 15:26|
Go to Top