Fréttir

Karlakaffi 24. feb

Næsta föstudag, 24. feb kl. 10:00 verður karlakaffi í Fella- og Hólakirkju. Gestur okkar verður Ásgeir Pálsson. Ásgeir starfaði sem framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs Isavia og síðar framkvæmdastjóri dótturfélags Isavia sem sér um flugleiðsögu. Það verður spennandi að heyra framsögu hans. Kaffi, vínarbrauð og gott samfélag.

By |2023-02-23T11:20:28+00:0023. febrúar 2023 | 11:20|

Konudagsmessa 19. febrúar

Messa sunnudaginn 19. feb kl. 17:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Karlar kirkjukórsins flytja nokkur sérvalin lög í tilefni konudagsins og einnig sálma eftir konur, allt undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf á sama tíma í kennslustofunni í umsjón Nönnu og Benna. Súpa og samfélag eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-02-15T14:20:44+00:0015. febrúar 2023 | 14:20|

Messa, barnastarf, súpa og samfélag 12. feb

Næsta sunnudag verður messa í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma. Dans, dans, dans á dagskránni. Nanna æskulýðsfulltrúi og Íris undirleikari taka vel á móti börnum og fjölskyldum þar. [...]

By |2023-02-07T09:30:31+00:007. febrúar 2023 | 09:30|

Kyrrðarstund og eldri borgarastarf 7. feb

Á morgun verður kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjón Steinunnar djákna. Eftir stundina verður boðið upp á sveppasúpu og brauð að hætti kirkjuvarðanna. Í eldri borgarastarfinu verður söngstund með Arnhildi organista og félögum úr kór Fella- og Hólakirkju. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-02-06T13:35:35+00:006. febrúar 2023 | 12:37|

Guðsþjónusta, barnastarf og súpa 5. feb

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma í umsjón Nönnu æskulýðsfulltrúa og Benna undirleikara. Eftir stundina verður boðið upp á súpu að hætti Bjarkeyjar kirkjuvarðar. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-01-31T16:25:47+00:0031. janúar 2023 | 16:25|

Fjölskylduguðsþjónusta 29. janúar

Fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudag kl. 17:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson hefur umsjón með stundinni ásamt Nönnu æskulýðsfulltrúa. Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á sænskar kjötbollur að hætti Helgu kirkjuvarðar inn í safnaðarheimili. Verið hjartanlega velkomin á sunnudaginn.

By |2023-01-25T12:32:02+00:0025. janúar 2023 | 12:32|

Karlakaffi 27. jan

Föstudaginn 27. janúar kl. 10:00 verður fyrsta karlakaffið á árinu. Gestur okkar verður Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Kaffi, vínarbrauð og frábær félagsskapur. Allir karlar velkomnir.

By |2023-01-23T22:35:30+00:0023. janúar 2023 | 22:35|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 24. jan

Kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjón Steinunnar djákna. Súpa og brauð að hætti kirkjuvarðanna eftir það gegn vægu gjaldi. Gestur okkar í eldri borgarastarfinu er Ómar Ragnarsson sem ætlar að skemmta okkur með sögum og söng. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-01-23T22:32:51+00:0023. janúar 2023 | 22:32|

Messa og barnastarf 22. janúar

Næsta sunnudag kl. 17 verðu messa í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma þar sem verður farið í leikinn felum hlut. Umsjón hefur Nanna æskulýðsfulltrúi. Kaffisopi, djús og kex eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-01-18T12:38:51+00:0018. janúar 2023 | 12:38|

Æskulýðsstarfið í vor

Í Fella- og Hólakirkju er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt æskulýðsstarf í samstarfi við KFUM og K. Vinadeildin fyrir börn í 3.-4. bekk verður á fimmtudögum frá kl. 16:00-17:00. Farið verður í ýmsa skemmtilega leiki og slegið á létta strengi. Dagskráin er við allra hæfi og einkennist af hópeflandi leikjum og uppbyggjandi verkefnum. Leikjafjör [...]

By |2023-01-18T11:59:56+00:0018. janúar 2023 | 11:59|
Go to Top