Fréttir

Guðsþjónusta í streymi

Sunnudaginn 30. janúar var beint streymi frá guðsþjónustu í Fella-og Hólakirkju. Fjölmargir fylgdust með streyminu og hlökkum við til að halda áfram að senda út frá guðsþjónustum kirkjunnar. Einnig verður hægt að streyma frá útförum og öðrum athöfnum í kirkjunni ef eftir því er óskað. Hér er hægt að horfa á upptöku af guðsþjónustunni.  

By |2022-01-30T12:30:37+00:0030. janúar 2022 | 12:30|

Streymt frá guðsþjónustu sunnudaginn 30. janúar

Sunnudaginn 30. janúar næstkomandi kl. 11 verður beint streymi frá guðsþjónustu í Fella-og Hólakirkju. Kirkjan eignaðist nýverið streymibúnað sem gerir það að verkum að hægt er að streyma athöfnum kirkjunnar beint á vefsíðu kirkjunnar. Þannig viljum við gera fólki kleyft að upplifa guðsþjónustu safnaðarins og aðrar athafnir kirkjunnar (þegar við á) þegar það á ekki [...]

By |2022-01-27T11:40:24+00:0027. janúar 2022 | 11:32|

Safnaðarstarfið í janúar

Þær sóttvarnartakmarkanir sem í gildi eru munu hafa mikill áhrif á starfsemi Fella-og Hólakirkju. Allt venjubundið starf kirkjunnar fellur niður þar til 2. febrúar. Þetta á við um guðsþjónustur, bænastundir, barna-og æskulýðsstarf, fermingarfræðslu, eldri borgara starf og karlakaffi. Takmarkanir við skírnir og brúðkaup eru 10 manns en 50 manns mega koma saman við útfarir, en [...]

By |2022-01-20T11:40:12+00:0020. janúar 2022 | 11:34|

Helgihald fellur niður sunnudaginn 16. janúar

Í ljósi tilmæla almannavarna og samkomutakmarkana verður ekki sunnudagaskóli eða guðsþjónusta að sinni en við treystum því að framundan séu bjarti tímar með hækkandi sól og hlökkum til þegar hægt verður að koma saman í kirkjunni á nýjan leik.

By |2022-01-12T14:38:17+00:0012. janúar 2022 | 14:23|

Safnaðarstarf næstu vikur

Vegna gildandi takmarka á samkomur var öllu helgihaldi um jól og áramót aflýst. Samkvæmt núgildandi takmörkunum mega 50 manns koma saman við sitjandi athafnir í kirkjunni. Við munum því byrja helgihald og sunnudagaskóla sunnudaginn 16. janúar n.k. kl. 11. Fyrirbænastundir verða á þriðjudögum kl. 12. Á aðra viðburði kirkjunnar, mega einungis 20 koma saman. Við [...]

By |2022-01-11T19:39:18+00:0011. janúar 2022 | 14:30|

Helgihaldi um jól og áramót aflýst

Í ljósi stöðu heimsfaraldurs Kórónuveiru og breyttra sóttvarnarreglna hefur helgihaldinu um jól og áramót í Fella-og Hólakirkju verið aflýst. Á facebooksíðu kirkjunnar verður sendur út aftansöngur kl. 18 á aðfangadag. Einnig verður hægt að nálgast helgihald hátíðana í útvarpi og sjónvarpi yfir hátíðarnar í meira magni en áður. Starfsfólk og sóknarnefd Fella-og Hólakirkju óskar ykkur [...]

By |2021-12-22T11:01:28+00:0022. desember 2021 | 11:01|

Jólatónleikar Kórs Fella- og Hólakirkju

Kór Fella- og Hólakirkju býður til jónatónleika 16. desember kl. 20:00. Kirkjan verður hólfuð og því þarf ekki að framvísa neikvæðu hraðprófi. Hins vegar er að sjálfsögðu grímuskylda, skráning og nóg af spritti :) Aðgangur kr 2.500 en 1.500 fyrir öryrkja og eldri borgara. Verið hjartanlega velkomin á þessa skemmtilegu og jólalegu tónleika.

By |2021-12-15T15:18:26+00:0015. desember 2021 | 15:18|

Jólastund eldriborgara þriðjudaginn 14. desember

Jólastund eldriborgar hefst með stund í kirkjunni kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna. Félagar úr kór kirkjunnar syngja jólalög undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Hlökkum til að sjá ykkur. Verið velkomin

By |2021-12-14T08:21:21+00:0014. desember 2021 | 08:21|

Aðventusamvera fjölskyldunnar sunnudaginn 12. desember kl. 11

Næsta sunnudag verður aðventusamvera fjölskyldunar í Fella- og Hólakirkju þar verða sungin ýmis jólalög, jólasaga sögð og sveinkar koma í heimsókn Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina. Barnakór Hólabrekkuskóla syngur undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Nemendur frá Tónskóla Sigursveins leika á hljóðfæri Allar fjölskyldur velkomnar.  

By |2021-12-07T11:31:35+00:007. desember 2021 | 11:29|
Go to Top