Fréttir

Kvöldmessa 16. mars

Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Árni Þór Þórsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista.   Sunnudagaskólinn er um morguninn kl. 11:00 í umsjón Ástu Guðrúnar og Pálínu Agnesar. Alltaf stuð í sunnudagaskólanum.

By |2025-03-14T13:57:46+00:0014. mars 2025 | 13:57|

Kirkjudagur Dýrfirðinga sunnudaginn 9. mars.

Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar í Kirkjukór Dýrfirðinga leiða safnaðarsönginn undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Að guðsþjónustu lokinni verður kaffisala í safnaðarheimilinu á vegum Dýrfirðingafélagsins.

By |2025-03-05T15:29:41+00:005. mars 2025 | 15:29|

Æskulýðsmessa í Seljakirkju

Næsta sunnudag verður ekki messa í Fella- og Hólakirkju. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00. Í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar verður æskulýðsmessa í Seljakirkju kl. 18:00 sem söfnuðurnir í Breiðholti standa saman að. Sr. Pétur Ragnhildarson og sr. Steinunn Baldvinsdóttir þjóna saman fyrir altari og Væb bræðurnir flytja tónlist í stundinni. Sunnudagurinn 2. [...]

By |2025-02-27T13:40:32+00:0027. febrúar 2025 | 13:40|

Biblíumatur og kvöldmessa 23. feb

Sunnudagurinn 23. febrúar er Biblíudagurinn. Það er sá dagur í kirkjuárinu sem er á sérstakan hátt tileinkaður Biblíunni. Þá verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Ragnhildur og Birgir leiða tónlistina.   Í tilefni Biblíudagsins verður boðið upp á heitan kvöldverð í anda Biblíunnar, fyrir messuna kl. 19:00. Biblíuflatkökur, lambakjöt [...]

By |2025-02-21T13:41:00+00:0020. febrúar 2025 | 13:58|

Helgihald sunnudaginn 16. febrúar

Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Árni Þór Þórsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista.   Sunnudagaskólinn er um morguninn kl. 11:00. […]

By |2025-02-14T13:51:25+00:0013. febrúar 2025 | 15:17|

Kvöldmessa 9. febrúar

Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Ragnhildur og Birgir leiða tónlistina. Meðhjálpari er Hákon Arnar Jónsson. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.   Sunnudagaskólinn er um morguninn kl. 11:00.

By |2025-02-07T14:56:24+00:007. febrúar 2025 | 14:47|

Sunnudagaskólinn í Fella- og Hólakirkju

Sunnudagaskólinn í Fella- og Hólakirkju er alla sunnudaga kl. 11:00. Í sunnudagaskólanum er sungið, farið í leiki, föndrað, hlustað á sögur og slegið á létta strengi. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa vinkonurnar Ásta Guðrún og Pálína Agnes, sem hafa báðar áralanga reynslu af starfi með börnum og fjölskyldum. Öll börn í hverfinu eru velkomin. N.k. sunnudaga [...]

By |2025-02-07T14:22:47+00:006. febrúar 2025 | 17:56|

Helgihald sunnudaginn 2. febrúar

Sunnudaginn 2. febrúar verður að venju kvöldmessa kl. 20 í Fella-og Hólakirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista. Verið hjartanlega velkomin til stundarinnar.

By |2025-01-30T14:00:09+00:0030. janúar 2025 | 14:00|
Go to Top