Fréttir

Opnu húsi eldri borgara aflýst í október!

Í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda við heimsfaraldrinum, sem miðast við 20 manna samkomutakmörk, þurfum við því miður að aflýsa öllu eldri borgarastarfi í Fella og Hólakirkju í október. Kirkjan er opin alla virkja daga. Djákni og prestar kirkjunnar eru við og bjóða upp á viðtöl bæði í síma og á staðnum. Símanúmerið í kirkjunni er [...]

By |2020-10-05T12:00:44+00:005. október 2020 | 12:00|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00 sunnudaginn 4. október

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11:00 Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson og Kristín Kristjánsdóttir djákni þjóna og predika. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Píanónemandi frá Tónskóla Sigursveins leikur tvö verk í guðsþjónustunni. Meðhjálpari Helga Björg Gunnarsdóttir Verið velkomin

By |2020-09-29T17:18:45+00:0029. september 2020 | 17:18|

Kyrrðastund og eldriborgarastarf þriðjudaginn 29.september

Kyrrðastund og opið hús frá kl. 12 - 16. þriðjudaginn 29. september Súpa og brauð eftir stundina. Gestur okkar er Dr. Sr. Sigurjón Árnir Eyjólfsson og félagi sem leika á saxafón. Heimsókn frá Hjálpastarfi kirkjunnar. Verið velkomin í gott og gefandi samfélag. Við pössum upp á sóttvarnir.

By |2020-09-28T10:45:37+00:0028. september 2020 | 10:45|

Kyrrðarstund og opið hús þriðjudaginn 22. september

Kyrrðarstund kl. 12 og opið hús frá kl.13 - 16. Boðið upp á súpu og brauð eftir kyrrðarstundina á vægu verði. Garðar Eggertsson syngur fjölbreytta efnisskrá. Bjarki Thor syngur með honum dúetta og Arnhildur organisti leikur á flygilinn. Allir eru velkomnir. Við pössum fjarðlægð og sóttvarnir.

By |2020-09-21T11:37:11+00:0021. september 2020 | 10:30|

Aukaaðalsafnaðarfundur 29. september nk.

Á aðalsafnaðarfundi sem haldinn var sl. vor fengust ekki nægilega mörg framboð í sóknarnefnd og því ákveðið að boðað yrði til auka - aðalsafnaðarfundar á haustmánuðum. Boðað er til aukaaðalsafnaðarfundar þann 29. september nk. kl. 17.30. Dagskrá fundarins verður með eftirfarandi hætti: Setning fundar Kosið um fækkun í sóknarnefnd úr 7 aðalmenn í 5 aðalmenn. [...]

By |2020-09-15T18:02:10+00:0015. september 2020 | 18:02|

Fermingarfræðsla og foreldrafundur

Þann 16. september nk. hefst fermingarfræðslan í Fella-og Hólakirkju og fer skráning fram hér á vefsíðu kirkjunnar. Fræðslan fer fram miðvikudaga og fimmtudaga kl. 15 í kirkjunni og velja fermingarbörnin þann dag sem hentar þeim best. Athugið að foreldrafundur vegna fermingarfræðslunnar fer fram sunnudaginn 13. september. kl. 13 í safnaðarheimili Fella-og Hólakirkju.  Upplýsingar um fræðsluna [...]

By |2020-09-11T15:23:17+00:0011. september 2020 | 13:24|
Go to Top