Fréttir

Fjölskyldumessa sunnudaginn 12. janúar

Fyrsta messa ársins er Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Sr. Jóns Ómars, Mörtu og Ásgeirs. Við byrjum af krafti og það verður söngur, gleði og gaman. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Allir eru velkomnir. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffi og djús eftir stundina.

By |2020-01-07T10:35:46+00:007. janúar 2020 | 10:35|

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir árið sem er liðið. Fyrsta guðsþjónusta nýs árs byrjar með fjölskyldumessu þann 12. janúar nk. Eldriborgarastarfið byrjar þriðjudaginn 14. janúar.  

By |2020-01-03T10:59:09+00:003. janúar 2020 | 10:59|

Helgihald um áramót

Helgihald kirkjunnar á hátíðum skipar mikilvægan sess í jólahaldi fjölmargra fjölskyldna. Að venju verður helgihald áramótanna sem hér segir: Gamlársdagur 31. desember: Aftansöngur kl. 18. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar, kór kirkjunnar syngur. Gyrðir Viktorsson syngur einsöng og Reynir Þormar spilar á saxafón. Nýársdagur 1. janúar 2020: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundu Karl [...]

By |2019-12-27T10:30:27+00:0027. desember 2019 | 10:30|

Aðventustund Barnanna kl. 11 sunnudag 8. desember

Aðventustund barnanna kl. 11:00. Barnakór Hólabrekkuskóla syngur undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar ásamt Mörtu og Ásgeiri. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Verið velkomin

By |2019-12-03T09:37:47+00:003. desember 2019 | 09:37|

Félagsstarf eldriborgara þriðjudag 3. desember

Kyrrðarstund kl. 12. Boðið upp á súpu og brauð eftir stundina á vægu verði. Félagsstarf eldriborgara kl. 14. það verður jazz stemming hjá okkur Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson ásamt félaga sínum Sigurði kemur til okkar, spilar á saxafón og spjallar um heima og geima. Verið velkomin í gott og gefandi samfélag.

By |2019-12-01T17:21:50+00:001. desember 2019 | 17:21|

Karlakaffi föstudaginn 29. nóvember kl. 10-11.30

Síðasta karlakaffi fyrir jólafrí er á föstudaginn 29. nóvember Velkomin í kaffi og vínabrauð frá kl. 10 – 11:30 Gestur okkar Rúnar Kristinsson fyrrv. atvinnumaður og þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu . Láttu sjá þig við tökum hlýlega á móti ykkur

By |2019-11-26T10:37:09+00:0026. nóvember 2019 | 10:37|
Go to Top