Fréttir

Fjölskyldumessa 29. sept

Næsta sunnudag, 29. september, verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Það verður mikið sungið, dansað og slegið á létta strengi. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu Birgisdóttur Hafberg æskulýðsfulltrúa. Íris Rós Ragnhildardóttir leikur undir söng. Boðið verður upp á smákökur, kanilsnúða og djús eftir stundina. Allar fjölskyldur velkomnar.   Í Breiðholtskirkju verður kvöldmessa kl. 20:00. Frekari [...]

By |2024-09-25T15:47:57+00:0025. september 2024 | 15:46|

Kvöldmessa 15. sept

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Íris Rós Ragnhildardóttir leiðir tónlistina. Kaffi og spjall eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin. Kirkjan okkar að kvöldi, séð frá Elliðaárdalnum. Myndina tók Kristján Söebeck.

By |2024-09-14T13:04:42+00:0014. september 2024 | 13:04|

Kvöldmessa 8. september

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr Kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Kaffi og spjall eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin. Fella- og Hólakirkja í kvöldsólinni. Myndina tók Kristján Söebeck.

By |2024-09-07T14:28:53+00:005. september 2024 | 16:26|

Eldri borgarastarf 3. sept

Þriðjudaginn 3. september hefst eldri borgarastarfið í Fella- og Hólakirkju með kyrrðarstund kl. 12:00. Umsjón með stundinni hefur Steinunn djákni og Arnhildur organisti. Eftir stundina verður boðið upp á sveppasúpu í safnaðarsalnum. Í eldri borgarstarfinu fáum við góða gesti en Arnhildur organisti mætir ásamt félögum úr kór Fella- og Hólakirkju. Þau ætla að leiða okkur [...]

By |2024-09-02T10:46:03+00:002. september 2024 | 10:46|

Messa í Breiðholtskirkju og biskupsvígsla

Næsta sunnudag verður ekki messa í Fella- og Hólakirkju. Það verður messa í Breiðholtskirkju kl. 11:00 þar sem sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar og Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina. Kl. 14:00 fer vígsla sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups Íslands fram í Hallgrímskirkju. RÚV sýnir frá vígslunni í beinni útsendingu og [...]

By |2024-08-30T14:21:26+00:0030. ágúst 2024 | 14:17|

Skráning í fermingarfræðslu í fullum gangi – Enn er hægt að bætast í hópinn

Nú er skráning í fermingarfræðslu og fermingar vorið 2025 í fullum gangi og ennþá er hægt að bætast í hópinn. Fræðslan hefst fimmtudagskvöldið 19. sept með fundi fermingarbarna og foreldra þeirra kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Þar verður dagskrá vetrarins kynnt og farið yfir öll praktísk atriði. Ferming er alltaf stór stund í lífi [...]

By |2024-08-27T14:21:23+00:0027. ágúst 2024 | 14:21|

Messa kl. 20 í Fella-og Hólakirkju sunnudaginn 25. ágúst

Sunnudaginn 25. ágúst verður kvöldmessa kl. 20 í Fella-og Hólakirkju, sr. Jón Ómar Gunnarsson, sóknarprestur, þjónar og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista. Um er að ræða sameiginlegt helgihald safnaðanna í Breiðholtsprestakalli, en Fella-og Hólakirkja ásamt Breiðholtskirkju mynda saman Breiðholtsprestakall. […]

By |2024-08-22T12:52:41+00:0022. ágúst 2024 | 14:36|
Go to Top