Fréttir

Skráning í fermingar vorið 2024 hafin

Nú er skráning í fermingarfræðslu og fermingar vorið 2024 hafin og ættu öll börn í sókninni fædd árið 2010 að hafa fengið kynningarbréf frá kirkjunni. Foreldrum og forráðafólki er boðið til kynningarfundar miðvikudaginn 24. maí kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Ferming er alltaf stór stund í lífi hvers ungmennis og fermingarfræðslan gott veganesti út [...]

By |2023-05-17T11:26:25+00:0017. maí 2023 | 11:23|

Messa 14. maí

Næsta sunnudag verður messa kl. 17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-05-10T14:17:00+00:0010. maí 2023 | 14:17|

Guðsþjónusta 7. maí

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 17. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-05-03T15:30:21+00:003. maí 2023 | 15:30|

Sumarhátíð 30. apríl

Næsta sunnudag verður fjölskylduguðsþjónusta og sumarhátíð í Fella- og Hólakirkju. Umsjón með stundinni hefur sr. Pétur Ragnhildarson og Nanna æskulýðsfulltrúi. Barnakór Hólabrekkuskóla syngur undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur við undirleik Arnhildar organista. Brúðan Viktoría mætir í stundina og skemmtir kirkjugestum. Eftir stundina verður boðið upp á pylsur, andlitsmálun fyrir börnin og blöðrur. Verið hjartanlega velkomin.  

By |2023-04-27T14:00:18+00:0027. apríl 2023 | 14:00|

Karlakaffi 28. apríl

Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri og leiðsögumaður, mætir með erindi í Karlakaffið næsta föstudag, 28. apríl kl. 10:00. Það verður gaman að taka á móti honum enda hefur hann komið víða við. Kaffi, vínarbrauð og góðar umræður. Sjáumst á föstudaginn.

By |2023-04-26T15:57:33+00:0026. apríl 2023 | 15:57|

Messa 23. apríl

Næsta sunnudag verður messa kl. 17. Sr. Ása Laufey þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Agnes Jórunn Andrésdóttir leikur á selló. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-04-20T00:40:39+00:0019. apríl 2023 | 12:21|

Guðsþjónusta 16. apríl

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Arnhildar organista. Meðhjálpari er Nanna Birgisdóttir Hafberg, æskulýðsfulltrúi við kirkjuna. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.  

By |2023-04-16T15:50:23+00:0012. apríl 2023 | 15:22|

Aðalsafnaðarfundur þann 18. apríl n.k. kl. 17:30

Aðalsafnaðarfundur Fella- og Hólasóknar verður haldinn í safnaðarsal Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 18. apríl og hefst kl. 17:30. Á dagskrá fundarins verða lögbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Rétt til fundarsetu eiga allir þeir sem búa í Fella- og Hólahverfum í Reykjavík og eru skráðir í þjóðkirkjuna. Verið velkomin og takið þátt í mótun safnaðarstarfs kirkjunnar [...]

By |2023-04-18T09:04:04+00:0011. apríl 2023 | 15:27|

Helgihald um bænadaga og páska

Skírdagur 6. apríl Fermingarmessa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson þjóna. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Föstudagurinn langi 7. apríl Stabat Mater Dolorosa - María stóð við krossinn kl. 14. Kristín R. Sigurðardóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir flytja verkið ásamt félögum úr [...]

By |2023-04-04T12:35:50+00:004. apríl 2023 | 12:26|

Gloria eftir Vivaldi á 35 ára vígsluafmæli kirkjunnar

Á Pálmasunndag, 2. apríl næstkomandi, fagnar Fella- og Hólakirkja 35 ára vígsluafmæli. Af því tilefni er öllum vinum kirkjunnar, nær og fjær, boðið til tónleikaveislu kl. 20:00. Kór Fella- og Hólakirkju ætlar að flytja hið alþjóðlega og sívinsæla kórverk Gloría eftir Antonio Vivaldi. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld [...]

By |2023-03-27T14:52:31+00:0027. mars 2023 | 14:50|
Go to Top