Fréttir

Gönguguðsþjónusta í Seljakirkju sunnudaginn 1. júlí

Gönguguðsþjónustur safnaðanna í Breiðholti halda áfram. Að þessu sinni verður gengið frá Fella-og Hólakirkju kl. 10 til Seljakirkju þar sem messan hefst kl. 11. Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar og predikar. Félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2023-06-28T14:02:17+00:0028. júní 2023 | 14:02|

Göngumessa í Fella-og Hólakirkju kl. 11

Sunnudaginn 25. júní verður göngumessa í Fella-og Hólakirkju kl. 11. Að þessu sinni verður safnast saman í Seljakirkju og gengið þaðan til kirkju í Efra Breiðholti kl. 10. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar  og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista. Eftir messuna verður messukaffi að hætti Bjarkeyjar kirkjuvarðar. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-06-21T15:08:25+00:0021. júní 2023 | 14:57|

Gengið til kirkju: Gönguguðsþjónusta í Seljakirkju

Næsta sunnudag, 18. júní kl. 11, verður gönguguðsþjónusta í Seljakirkju. Gengið verður frá Breiðholtkskirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Seljakikju kl. 11:00. Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar fyrir altari og prédikar. Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar. Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð. Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og hvetjum [...]

By |2023-06-14T09:06:47+00:0014. júní 2023 | 09:06|

Göngumessa í Breiðholtskirkju

Sunnudaginn 11. júní nk. verður önnur göngumessa sumarsins í Breiðholtskirkju kl. 11. Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju klukkan 10.00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Breiðholtskirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2023-06-07T13:04:27+00:007. júní 2023 | 12:59|

Göngumessa á sjómannadaginn

Næsta sunnudag, 4. júní er sjómannadagurinn og jafnframt fyrsta gönguguðsþjónusta sumarsins hjá söfnuðunum í Breiðholti. Gengið verður frá Seljakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00 og leiðir sr. Sigurður Már Hannesson gönguna. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista [...]

By |2023-05-30T13:53:21+00:0030. maí 2023 | 13:52|

Hátíðarguðsþjónusta á Hvítasunnudag

Næsta sunnudag, 28. maí, höldum við í kirkjunni upp á Hvítasunnudag með hátíðarguðsþjónustu kl. 17:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Hátíðartón sr. Bjarna verður sungið. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-05-24T15:26:51+00:0024. maí 2023 | 15:26|

Karlakaffi 26. maí

Næsta föstudag kl. 10:00 verður síðasta karlakaffið á þessu misseri. Gestur okkar verður Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum. Albert heldur úti heimasíðunni www.albert-jonsson.com þar sem hann fjallar um alþjóðamál og fleira. Kaffi, vínarbrauð og frábær félagsskapur. Verið velkomnir.

By |2023-05-28T08:54:19+00:0024. maí 2023 | 15:23|

Messuferð til Akranes

Næsta sunnudag, 21. maí, verður ekki hefðbundin messa kl. 17 í Fella- og Hólakirkju. Þess í stað ætlum við að fylgja kórnum okkur sem syngur í messu í Akraneskirkju kl. 20:00 og taka þátt í messunni með heimamönnum þar. Sr. Pétur Ragnhildarson, þjónar í messunni ásamt sr. Þóru Björgu Sigurðardóttur.

By |2023-05-20T15:04:11+00:0019. maí 2023 | 14:30|

Skráning í fermingar vorið 2024 hafin

Nú er skráning í fermingarfræðslu og fermingar vorið 2024 hafin og ættu öll börn í sókninni fædd árið 2010 að hafa fengið kynningarbréf frá kirkjunni. Foreldrum og forráðafólki er boðið til kynningarfundar miðvikudaginn 24. maí kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Ferming er alltaf stór stund í lífi hvers ungmennis og fermingarfræðslan gott veganesti út [...]

By |2023-05-17T11:26:25+00:0017. maí 2023 | 11:23|

Messa 14. maí

Næsta sunnudag verður messa kl. 17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-05-10T14:17:00+00:0010. maí 2023 | 14:17|
Go to Top