Fréttir

Helgihald um bænadaga og páska

Skírdagur 6. apríl Fermingarmessa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson þjóna. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Föstudagurinn langi 7. apríl Stabat Mater Dolorosa - María stóð við krossinn kl. 14. Kristín R. Sigurðardóttir og Svava Kristín Ingólfsdóttir flytja verkið ásamt félögum úr [...]

By |2023-04-04T12:35:50+00:004. apríl 2023 | 12:26|

Gloria eftir Vivaldi á 35 ára vígsluafmæli kirkjunnar

Á Pálmasunndag, 2. apríl næstkomandi, fagnar Fella- og Hólakirkja 35 ára vígsluafmæli. Af því tilefni er öllum vinum kirkjunnar, nær og fjær, boðið til tónleikaveislu kl. 20:00. Kór Fella- og Hólakirkju ætlar að flytja hið alþjóðlega og sívinsæla kórverk Gloría eftir Antonio Vivaldi. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld [...]

By |2023-03-27T14:52:31+00:0027. mars 2023 | 14:50|

Ferming á Pálmasunnudag 2. apríl

Næsta sunnudag verður fyrsta fermingin hjá okkur í vor og fermast 17 ungmenni í þeirri athöfn. Fermingarathöfnin hefst kl. 11:00 og þjóna báðir prestarnir okkar, Sr. Pétur og sr. Jón Ómar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Fermingarnar eru alltaf hátíðlegt tímabil í kirkjunni og hlökkum við til þessarar stóru stundar [...]

By |2023-03-27T14:51:39+00:0027. mars 2023 | 14:44|

Messa 26. mars

Verið velkomin til messu næsta sunnudag kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór Fella- og Hólakirkju. Kaffisopi eftir stundina. Hlökkum til að sjá ykkur.

By |2023-03-21T12:17:19+00:0021. mars 2023 | 12:17|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 21. mars

Á morgun, 21. mars, verður kyrrðarstund kl. 12 í umsjón Steinunnar djákna. Eftir stundina verður boðið upp á súpu að hætti kirkjuvarðanna. Gestur okkar í eldri borgarastarfinu verður Perla Magnúsdóttir, leiðsögumaður með meiru. Með henni í för verður Gleðisveitin sem ætlar að halda uppi stuði með okkur. Skemmtileg og spennandi samverustund. Verið hjartanlega velkomin. [...]

By |2023-03-20T16:21:11+00:0020. mars 2023 | 16:20|

Fjölskylduguðsþjónusta 19. mars

Næsta sunnudag kl. 17:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju. Sr. Jón Ómar, Nanna æskulýðsfulltrúi og Arnhildur organisti leiða samveruna og halda uppi stuðinu. Kaffi, djús og prins póló í boði eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin. Fjölskyldumessa í janúar

By |2023-03-16T13:27:08+00:0016. mars 2023 | 13:07|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 14. mars

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjón Steinunnar djákna og Arnhildar organista. Eftir stundina verður boðið upp á súpu gegn vægu gjaldi að hætti kirkjuvarðanna. Gestur okkar í félagsstarfi eldri borgara er Hafsteinn G Einarsson, útvarpsstjóri Lindarinnar. Lindin er kristileg útvarpsstöð og ætlar að hann að segja okkur frá starfi hennar og jafnframt hvernig það er að [...]

By |2023-03-13T14:15:11+00:0013. mars 2023 | 14:15|

Messa 12. mars og kókoskúlugerð í barnastarfinu

Verið velkomin til messu 12. mars kl. 17. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Kókoskúlugerð í barnastarfinu á sama tíma undir stjórn Nönnu og Ástu. Kaffi, djús og kex eftir stundina.

By |2023-03-09T11:44:51+00:009. mars 2023 | 11:44|

Æskulýðsmessa 5. mars

Næsta sunnudag, á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar, verður æskulýðsguðsþjónusta kl. 20. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu æskulýðsfulltrúa og leiðtogum í barna- og unglingastarfinu. Íris Rós og Jóhanna Elísa hafa umsjón með tónlistinni og leiða bæði almennan söng og flytja tónlistaratriði. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin. Eftir stundina verður boðið upp á léttar [...]

By |2023-03-01T12:29:40+00:001. mars 2023 | 12:29|

Fjölskylduguðsþjónusta 26. feb

Fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudag kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Ástu Guðrúnu og Arnhildi organista. Brúðan Viktoría mætir á svæðið í miklu stuði. Sænskar kjötbollur að hætti Helgu kirkjuvarðar í boði eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-02-23T11:21:48+00:0023. febrúar 2023 | 11:21|
Go to Top