Fréttir

Samvera eldri borgara 13. sept

Það verður kyrrðarstund kl. 12:00. Umsjón með stundinni hafa Steinunn djákni og sr. Jón Ómar. Eftir stundina verður Kristín kirkjuvörður búin að gera til dýrindis súpu og svo kemur Arnhildur organisti og leiðir okkur í söngstund. Verið hjartanlega velkomin.

By |2022-09-12T15:33:16+00:0012. september 2022 | 15:33|

Guðsþjónusta sunnudaginn 11. sept

Næsta sunnudag, 11. sept, verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Verið hjartanlega velkomin.

By |2022-09-07T14:20:42+00:007. september 2022 | 14:15|

Samvera eldri borgara verður þann 6. september kl. 12

Ný styttist í að kirkjustarfið hefjist af fullum krafti eftir sumarfrí. Fyrsta samvera eldri borgara verður 6. september nk. og hefst kl. 12 á kyrrðarstund. Umsjón með samverunni verður að þessu sinni í höndum prestanna okkar og Steinunnar Þorbergsdóttur djákna. Kristín Kristjánsdóttir, fyrrverandi djákni kirkjunnar, kemur í heimsókn og kveður okkur formlega.

By |2022-09-12T15:27:51+00:002. september 2022 | 13:04|

Góð gjöf til kirkjunnar

Góðan gest bar að garði í dag þegar Gunnar Hrafn Sveinsson færði kirkjunni þennan skjöld að gjöf fyrir hönd fjölskyldu hjónanna Elísu G. Jónsdóttur og Jóns I. Hannesssonar. Skjöldurinn fylgir listaverki sem er útsaumur Elísu frá 1973 og fjölskyldan gaf kirkjunni fyrir um ári síðan. Elísa og Jón voru miklir vinir Fella- og Hólakirkju og [...]

By |2022-08-31T15:56:42+00:0031. ágúst 2022 | 15:56|

Messa 4. sept

Næsta sunnudag verður messa kl. 17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkja leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista. Helga Björg kirkjuvörður verður meðhjálpari. Kaffisopi eftir messuna. Verið hjartanlega velkomin.

By |2022-08-30T10:12:09+00:0030. ágúst 2022 | 10:09|

Messa 28. ágúst – Nýr messutími 17:00

Næsta sunnudag verður messa í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti leiðir tónlistina. Framvegis í vetur verður almennur messutími hjá okkur kl. 17. Barnastarfið á sunnudögum hefst sunnudaginn 18. sept og verður á sama tíma. Þannig verður boðið upp á fjölbreytt helgihald í [...]

By |2022-08-24T11:38:19+00:0024. ágúst 2022 | 11:36|

Myndir frá innsetningarmessunni síðasta sunnudag

Það var hátíðleg og fjölmenn stund í kirkjunni okkar síðasta sunnudag þegar prestarnir okkar, sr. Jón Ómar og sr. Pétur, voru settir inn í embætti í Breiðholtprestakalli. Myndirnar hér frá deginum tók Jóhanna Elísa Skúladóttir.

By |2022-08-23T15:26:15+00:0023. ágúst 2022 | 15:24|

Messa 21. ágúst – Prestarnir okkar settir í embætti

Næsta sunnudag, 21. ágúst, kl. 11:00, verður mikil hátíð í Breiðholtsprestakalli þegar sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson verða settir í embætti í prestakallinu. Sr. Bryndís Malla prófastur setur sr. Jón Ómar inn sem sóknarprest og sr. Pétur sem prest og þjóna þau öll fyrir altari auk sr. Magnúsar Björns. Kór Fella- og [...]

By |2022-08-16T18:42:27+00:0016. ágúst 2022 | 13:07|
Go to Top