Fréttir

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli sunnudaginn 5. desember kl. 11

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Marta Karítas og Dagný skreyta pipakökur með börnunum. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina  

By |2021-12-03T12:53:14+00:0030. nóvember 2021 | 10:40|

Kirkjan okkar í vetrarbúningi

Um þessar mundir minnir veturinn á sig. Við fengum góðfúslegt leyfi Kristjáns Söebeck til að birta þessa mynd sem hann tók á gönguferð um hverfið okkar.  

By |2021-11-18T11:29:19+00:0018. nóvember 2021 | 11:23|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli sunnudaginn 21. nóvember kl. 11

Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Pétur Ragnhildarson þjóna fyrir altari. Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur flytur hugvekju. Félagar frá Gídeonfélaginu verða gestir í guðsþjónustunni og segja frá starfi sínu. Félagar úr kór kirkjunnar syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Marta Karítas og Dagný taka á móti börnunum í sunnudagaskólann á sama tíma í safnaðarheimilinu. Meðhjálpari Helga [...]

By |2021-11-16T14:39:28+00:0016. nóvember 2021 | 10:59|

Fermingarstarf í fullu fjöri

Í síðustu viku var mikið um að vera í fermingarstarfinu í Breiðholtsprestakalli! Við fórum í árlegu fermingarferðina í Vatnaskóg sem var sérstaklega vel heppnuð. Þar var boðið upp á skemmtilega dagskrá, áhugaverða fræðslu og frábæran mat. Að þessu sinni vorum við tvær nætur en ekki eina líkt og undanfarin ár og var það vel lukkað [...]

By |2021-11-15T20:14:48+00:0015. nóvember 2021 | 20:11|

Guðsþjónusta tileinkuð eldriborgurum sunnudaginn 14. nóvember kl. 11

Guðsþjónusta tileinkuð eldriborgurum kl. 11 sunnudaginn 14. nóvember sunnudagaskóli á sama tíma Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna. Sr. Ægir Sigurgeirsson flytur hugvekju. Eldriborgarar taka þátt í stundinni. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Kaffiveitingar eftir stundina. Verið velkomin

By |2021-11-09T10:17:14+00:009. nóvember 2021 | 10:17|
Go to Top