Fréttir

Karlakaffi 26. maí

Næsta föstudag kl. 10:00 verður síðasta karlakaffið á þessu misseri. Gestur okkar verður Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Moskvu og sérfræðingur í utanríkismálum. Albert heldur úti heimasíðunni www.albert-jonsson.com þar sem hann fjallar um alþjóðamál og fleira. Kaffi, vínarbrauð og frábær félagsskapur. Verið velkomnir.

By |2023-05-28T08:54:19+00:0024. maí 2023 | 15:23|

Messuferð til Akranes

Næsta sunnudag, 21. maí, verður ekki hefðbundin messa kl. 17 í Fella- og Hólakirkju. Þess í stað ætlum við að fylgja kórnum okkur sem syngur í messu í Akraneskirkju kl. 20:00 og taka þátt í messunni með heimamönnum þar. Sr. Pétur Ragnhildarson, þjónar í messunni ásamt sr. Þóru Björgu Sigurðardóttur.

By |2023-05-20T15:04:11+00:0019. maí 2023 | 14:30|

Skráning í fermingar vorið 2024 hafin

Nú er skráning í fermingarfræðslu og fermingar vorið 2024 hafin og ættu öll börn í sókninni fædd árið 2010 að hafa fengið kynningarbréf frá kirkjunni. Foreldrum og forráðafólki er boðið til kynningarfundar miðvikudaginn 24. maí kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Ferming er alltaf stór stund í lífi hvers ungmennis og fermingarfræðslan gott veganesti út [...]

By |2023-05-17T11:26:25+00:0017. maí 2023 | 11:23|

Messa 14. maí

Næsta sunnudag verður messa kl. 17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-05-10T14:17:00+00:0010. maí 2023 | 14:17|

Guðsþjónusta 7. maí

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 17. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-05-03T15:30:21+00:003. maí 2023 | 15:30|

Sumarhátíð 30. apríl

Næsta sunnudag verður fjölskylduguðsþjónusta og sumarhátíð í Fella- og Hólakirkju. Umsjón með stundinni hefur sr. Pétur Ragnhildarson og Nanna æskulýðsfulltrúi. Barnakór Hólabrekkuskóla syngur undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur við undirleik Arnhildar organista. Brúðan Viktoría mætir í stundina og skemmtir kirkjugestum. Eftir stundina verður boðið upp á pylsur, andlitsmálun fyrir börnin og blöðrur. Verið hjartanlega velkomin.  

By |2023-04-27T14:00:18+00:0027. apríl 2023 | 14:00|

Karlakaffi 28. apríl

Kári Jónasson, fyrrverandi fréttastjóri og leiðsögumaður, mætir með erindi í Karlakaffið næsta föstudag, 28. apríl kl. 10:00. Það verður gaman að taka á móti honum enda hefur hann komið víða við. Kaffi, vínarbrauð og góðar umræður. Sjáumst á föstudaginn.

By |2023-04-26T15:57:33+00:0026. apríl 2023 | 15:57|

Messa 23. apríl

Næsta sunnudag verður messa kl. 17. Sr. Ása Laufey þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Agnes Jórunn Andrésdóttir leikur á selló. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-04-20T00:40:39+00:0019. apríl 2023 | 12:21|

Guðsþjónusta 16. apríl

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Arnhildar organista. Meðhjálpari er Nanna Birgisdóttir Hafberg, æskulýðsfulltrúi við kirkjuna. Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.  

By |2023-04-16T15:50:23+00:0012. apríl 2023 | 15:22|

Aðalsafnaðarfundur þann 18. apríl n.k. kl. 17:30

Aðalsafnaðarfundur Fella- og Hólasóknar verður haldinn í safnaðarsal Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 18. apríl og hefst kl. 17:30. Á dagskrá fundarins verða lögbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Rétt til fundarsetu eiga allir þeir sem búa í Fella- og Hólahverfum í Reykjavík og eru skráðir í þjóðkirkjuna. Verið velkomin og takið þátt í mótun safnaðarstarfs kirkjunnar [...]

By |2023-04-18T09:04:04+00:0011. apríl 2023 | 15:27|
Go to Top