Sumarið í Fella-og Hólakirkju
Í júlímánuði verður ekki helgihald á sunnudögum í Fella-og Hólakirkju. Engu að síður verða kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12 í Breiðholtskirkju og guðsþjónustur á sunnudögum kl. 11 í Seljakirkju. Fram að Verslunarmannahelgi er ekki hefðbundinn opnunartími í kirkjunni. Hægt er að hafa samband um salaleigu og notkun á kirkjunni með því að senda tölvupóst á [...]