Fréttir

Konudagsmessa 19. febrúar

Messa sunnudaginn 19. feb kl. 17:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Karlar kirkjukórsins flytja nokkur sérvalin lög í tilefni konudagsins og einnig sálma eftir konur, allt undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf á sama tíma í kennslustofunni í umsjón Nönnu og Benna. Súpa og samfélag eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-02-15T14:20:44+00:0015. febrúar 2023 | 14:20|

Messa, barnastarf, súpa og samfélag 12. feb

Næsta sunnudag verður messa í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma. Dans, dans, dans á dagskránni. Nanna æskulýðsfulltrúi og Íris undirleikari taka vel á móti börnum og fjölskyldum þar. [...]

By |2023-02-07T09:30:31+00:007. febrúar 2023 | 09:30|

Kyrrðarstund og eldri borgarastarf 7. feb

Á morgun verður kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjón Steinunnar djákna. Eftir stundina verður boðið upp á sveppasúpu og brauð að hætti kirkjuvarðanna. Í eldri borgarastarfinu verður söngstund með Arnhildi organista og félögum úr kór Fella- og Hólakirkju. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-02-06T13:35:35+00:006. febrúar 2023 | 12:37|

Guðsþjónusta, barnastarf og súpa 5. feb

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 17. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma í umsjón Nönnu æskulýðsfulltrúa og Benna undirleikara. Eftir stundina verður boðið upp á súpu að hætti Bjarkeyjar kirkjuvarðar. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-01-31T16:25:47+00:0031. janúar 2023 | 16:25|

Fjölskylduguðsþjónusta 29. janúar

Fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudag kl. 17:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson hefur umsjón með stundinni ásamt Nönnu æskulýðsfulltrúa. Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á sænskar kjötbollur að hætti Helgu kirkjuvarðar inn í safnaðarheimili. Verið hjartanlega velkomin á sunnudaginn.

By |2023-01-25T12:32:02+00:0025. janúar 2023 | 12:32|

Karlakaffi 27. jan

Föstudaginn 27. janúar kl. 10:00 verður fyrsta karlakaffið á árinu. Gestur okkar verður Friðþór Eydal, fyrrverandi upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Kaffi, vínarbrauð og frábær félagsskapur. Allir karlar velkomnir.

By |2023-01-23T22:35:30+00:0023. janúar 2023 | 22:35|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 24. jan

Kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjón Steinunnar djákna. Súpa og brauð að hætti kirkjuvarðanna eftir það gegn vægu gjaldi. Gestur okkar í eldri borgarastarfinu er Ómar Ragnarsson sem ætlar að skemmta okkur með sögum og söng. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-01-23T22:32:51+00:0023. janúar 2023 | 22:32|

Messa og barnastarf 22. janúar

Næsta sunnudag kl. 17 verðu messa í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma þar sem verður farið í leikinn felum hlut. Umsjón hefur Nanna æskulýðsfulltrúi. Kaffisopi, djús og kex eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-01-18T12:38:51+00:0018. janúar 2023 | 12:38|

Æskulýðsstarfið í vor

Í Fella- og Hólakirkju er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt æskulýðsstarf í samstarfi við KFUM og K. Vinadeildin fyrir börn í 3.-4. bekk verður á fimmtudögum frá kl. 16:00-17:00. Farið verður í ýmsa skemmtilega leiki og slegið á létta strengi. Dagskráin er við allra hæfi og einkennist af hópeflandi leikjum og uppbyggjandi verkefnum. Leikjafjör [...]

By |2023-01-18T11:59:56+00:0018. janúar 2023 | 11:59|

Nýr kirkjuvörður

Söfnuðurinn hefur ráðið nýjan kirkjuvörð í 50% starf. Hún heitir Bjarkey Heiðarsdóttir og hóf störf núna á dögunum. Við bjóðum hana innilega velkomna og hlökkum til að njóta starfa hennar.

By |2023-01-17T13:39:52+00:0017. janúar 2023 | 13:39|
Go to Top