Konudagsmessa 19. febrúar
Messa sunnudaginn 19. feb kl. 17:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Karlar kirkjukórsins flytja nokkur sérvalin lög í tilefni konudagsins og einnig sálma eftir konur, allt undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf á sama tíma í kennslustofunni í umsjón Nönnu og Benna. Súpa og samfélag eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.