Fréttir

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 6. des – Aðventuferð í Grafarvogskirkju

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjón Steinunnar djákna og súpa og brauð í boði eftir stundina að hætti Kristínar kirkjuvarðar. Í eldri borgarastarfinu förum við í aðventuferð upp í Grafarvogskirkju þar sem við fáum að hlýða á nýja orgelið þeirra, fræðast um kirkjuna og hitt fólkið í eldri borgarastarfinu þar. Hlökkum til að sjá ykkur.

By |2022-12-06T09:11:14+00:006. desember 2022 | 09:11|

Aðventustund barnanna á 2. sunnudegi í aðventu

Næsta sunnudag verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina og með honum verður Ásta Guðrún Guðmundsdóttir og brúðan Viktoría, sem fer alltaf á kostum. Barnakór Hólabrekkuskóla leiðir tónlistina undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Undirleikari er Guðný Einarsdóttir. Létt og skemmtileg aðventustund sem kemur öllum í jólaskap. Hlökkum til að sjá ykkur.

By |2022-12-01T09:54:20+00:001. desember 2022 | 09:54|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 29. nóv

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjón Steinunnar djákna. Eftir stundina verður boðið upp á súpu í Safnaðarheimilinu. Gestur okkar í eldri borgarastarfinu verður Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor emeritus. Hann ætlar að fjalla um aðventuna og hina helgu borg, Jerúsalem. Verið hjartanlega velkomin.  

By |2022-11-28T15:39:06+00:0028. nóvember 2022 | 15:39|

Aðventukvöld 27. nóv

Næsta sunnudag, á fyrsta sunnudegi í aðventu, 27. nóv kl. 20:00 verður aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju. Prestarnir okkar leiða stundina og lesa ritningartexta og jólasögu. Kór Fella- og Hólakirkju flytur fallega og hugljúfa jólatónlist undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður flytur aðventuhugvekju. Aðventukvöldið endar á samsöng [...]

By |2022-11-22T12:31:10+00:0022. nóvember 2022 | 12:29|

Karlakaffi föstudaginn 25. nóv

Næsta föstudag verður karlakaffi kl. 10:00 í safnaðarheimilinu. Gestur okkar verður sr. Vigfús Bjarni Albertsson forstöðumaður Sálgæslu- og fjölskylduþjónusta kirkjunnar. Sr. Vigfús Bjarni er jafnframt fyrrverandi sjúkrahúsprestur og varaþingmaður og verður því fróðlegt að hlusta á hann. Boðið verður upp á kaffi og vínarbrauð samkvæmt venju og gott og gefandi samfélag. Allir karlar velkomnir. [...]

By |2022-11-24T10:57:30+00:0022. nóvember 2022 | 11:43|

Messa, barnastarf, súpa og samfélag 20. nóv – Ný sálmabók tekin í notkun

Næsta sunnudag, 20. nóv, verður guðsþjónusta kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Nemandi úr Söngskóla Reykjavíkur syngur einsöng. Í guðsþjónustunni verður ný sálmabók þjóðkirkjunnar tekin formlega í notkun. Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma í umsjón Nönnu og Benna. [...]

By |2022-11-17T14:30:39+00:0017. nóvember 2022 | 14:29|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 15. nóv

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjón Steinunnar djákna. Svappasúpa í boði eftir stundina. Kristín Björg Sigurvinsdóttir, rithöfundur verður gestur okkar í eldri borgarstarfinu og segir frá bókinni sinni Bronsharpan sem kom út á dögunum. Spennandi erindi. Verið hjartanlega velkomin.  

By |2022-11-14T12:07:20+00:0014. nóvember 2022 | 12:03|

Messa, barnastarf, súpa og samfélag 13. nóv

Sunnudaginn 13. nóvember, sem er kristniboðsdagurinn, verður messa í Fella- og Hólakirkju klukkan 17. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Nemendur úr tónskóla Sigursveins leika á selló í messunni. Barnastarf á sama tíma í kennslustofunni í umsjón Arnars og Jóhönnu Elísu. Sveppasúpa [...]

By |2022-11-10T10:15:27+00:0010. nóvember 2022 | 10:15|

Fermingarbörnin í Vatnaskóg

Dagana 13. – 15. nóvember munu fermingarbörnin okkar í Fella-og Hólakirkju vera á fermingarnámskeiði í Vatnaskógi. Á námskeiðinu verður skemmtileg dagskrá og fræðsla um kristna trú. Vatnskógur eru stærstu sumarbúðir á Íslandi og býður staðurinn upp á óþrjótandi tækifæri til afþreyingar. […]

By |2022-11-10T09:47:43+00:0010. nóvember 2022 | 09:46|
Go to Top