Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 6. des – Aðventuferð í Grafarvogskirkju
Kyrrðarstund kl. 12 í umsjón Steinunnar djákna og súpa og brauð í boði eftir stundina að hætti Kristínar kirkjuvarðar. Í eldri borgarastarfinu förum við í aðventuferð upp í Grafarvogskirkju þar sem við fáum að hlýða á nýja orgelið þeirra, fræðast um kirkjuna og hitt fólkið í eldri borgarastarfinu þar. Hlökkum til að sjá ykkur.