Fréttir

Kyrrðarstund og samvera eldri borgara 11. okt

Kyrrðarstund kl. 12:00. Steinunn djákni hefur umsjón með stundinni. Eftir stundina verður boðið upp á ljúffenga ítalska grænmetissúpu sem Kristín kirkjuvörður hefur útbúið frá grunni. Eldri borgarastarfið verður á sínum stað eftir kyrrðarstundina og ætlar ljóðskáldið Ágústa Karlsdóttir að koma í heimsókn og lesa úr nýrri bók sinni. Verið hjartanlega velkomin.

By |2022-10-11T09:19:09+00:0011. október 2022 | 09:15|

Messa og barnastarf sunnudaginn 9. okt

Næsta sunnudag verður messa kl. 17:00 í Fella- og Hólakirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma. Umsjón hafa Nanna og Jóhanna Elísa. Eftir stundina verður Kristín kirkjuvörður búin að útbúa léttan kvöldverð fyrir alla [...]

By |2022-10-06T12:18:26+00:006. október 2022 | 12:18|

Kyrrðarstund og haustferð eldri borgara

Það verður kyrrðarstund á morgun, þriðjudaginn 4. okt, kl. 12:00 í umsjón Steinunnar djákna. Eftir stundina verður boðið upp á súpu. Að því loknu fer eldri borgarastarfið í sína árlegu haustferð og verður að þessu sinni farið upp í Vindáshlíð í Kjós.

By |2022-10-03T14:16:12+00:003. október 2022 | 14:16|

Messa og barnastarf sunnudaginn 2. okt

Messa sunnudaginn 2. október í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Matthías Harðarson. Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma í umsjón sr. Péturs Ragnhildarsonar. Kvöldmatur eftir stundina. Verið velkomin.

By |2022-09-29T12:37:34+00:0029. september 2022 | 12:35|

Karlakaffi föstudaginn 30. sept

Síðasta föstudag í hverjum mánuði kl. 10:00 er karlakaffi. Þá eigum við gott samfélag yfir kaffibolla og vínarbrauði. Við fáum alltaf frábæra gesti í heimsókn með fróðleg erindi og skemmtilegar umræður. Gesturinn okkar í næsta karlakaffi, 30. september verður fréttamaðurinn góðkunni Bogi Ágústsson.

By |2022-09-28T11:31:27+00:0028. september 2022 | 11:31|

Kyrrðarstund og samvera eldri borgara 27. sept

Það verður kyrrðarstund kl. 12:00. Umsjón með stundinni hafa Steinunn djákni og sr. Pétur Ragnhildarson. Eftir stundina verður boðið upp á léttan hádegisverð og Pétur Þorsteinsson í Óháða söfnuðinum kemur í heimsókn. Verið hjartanlega velkomin. Pétur Þorsteinsson, prestur í Óháða söfnuðinum  

By |2022-09-26T12:53:13+00:0026. september 2022 | 12:53|

Fjölskylduhátíð Breiðholtsprestakalls 25. sept

Næsta sunnudag, 25. september, kl. 17:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina og undirleikari er Matthías Harðarson. Einar Aron töframaður kemur í heimsókn og verður með töfrasýningu. Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á pylsur og djús. Allar fjölskyldur velkomnar.  

By |2022-09-21T16:17:05+00:0021. september 2022 | 14:41|

Samvera eldri borgara í dag

Í dag verður samvera eldri borgara í kirkjunni kl. 12 - 15. Samveran hefst á kyrrðarstund og boðið er upp á léttan hádegisverð. Samveran er í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur.

By |2022-09-20T10:17:45+00:0020. september 2022 | 10:17|

Messa, barnastarf og kvöldmatur 18. sept

Sunnudaginn 18. september verður messa kl. 17:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar og kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Á sama tíma verður skemmtilegt barnastarf í kennslustofunni. Umsjón með barnastarfinu hefur sr. Pétur Ragnhildarson og með honum verða Þórdís Birta og Benedikt undirleikari. Söngur, sögur og [...]

By |2022-09-16T15:22:21+00:0015. september 2022 | 18:23|

Æskulýðsstarf og foreldramorgnar

Í vikunni fer allt barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar í gang og foreldramorgnar. Starfið er í samstarfi við KFUM og K og er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem hentar öllum. Starfið fer fram á fimmtudögum. Vinadeildin er fyrir börn í 3.-4. bekk kl. 16:00-17:00, Leikjafjörið er fyrir börn í 5.-7. bekk kl. 17:00-18:00 [...]

By |2022-09-15T18:17:26+00:0015. september 2022 | 18:11|
Go to Top