Fréttir

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 22. maí kl. 11

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Barnakór Hólabrekkuskóla syngur undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti spilar undir. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi og djús eftir stundina. Verið velkomin

By |2022-05-19T09:28:53+00:0019. maí 2022 | 09:28|

Vorferð félagstarfs eldriborgara þriðjudaginn17.maí

Vorferð félagstarfs eldriborgara 17.maí Við gerum okkur dagamun, bregðum undir okkur betri fætinum og munum eiga stórskemmtilega dag saman. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 og að þessu sinni leitum við ekki langt yfir skammt og ætlum að eyða deginum á höfuðborgarsvæðinu.   Leiðsögn er í höndum Gunnars Hauks sem er reyndur leiðsögumaður. [...]

By |2022-05-10T11:31:11+00:0010. maí 2022 | 11:31|

Eldriborgarastarf og kyrrðarstund þriðjudaginn 10. maí

Kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kyrrlát stund með tónlist, hugleiðingu og bæn. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð á vægu verði. Félagsstarf eldriborgara kl. 13:00 Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzó- sópran-söngkona er gestur okkar. Verið hjartanlega velkomin.

By |2022-05-08T17:22:18+00:008. maí 2022 | 17:21|

KVEÐJUMESSA SR. GUÐMUNDAR KARLS sunnudaginn 8. maí kl. 11

KVEÐJUMESSA SR. GUÐMUNDAR KARLS Næsta sunnudag kl. 11:00 verður kveðjumessa fyrir sr. Guðmund Karl Ágústsson en hann lét af störfum við kirkjuna í síðasta mánuði eftir 35 ára starf. Sr. Guðmundur ætlar að prédika og með honum þjóna sr. Jón Ómar Gunnarsson, sr. Pétur Ragnhildarson og Kristín Kristjánsdóttir djákni. Arnhildur organisti leiðir tónlistina ásamt kór [...]

By |2022-05-04T13:39:16+00:004. maí 2022 | 13:39|

Aðalsafnaðarfundur Fella- og Hólasóknar verður haldin miðvikudaginn 11. maí kl. 17:30.

Aðalsafnaðarfundur Fella- og Hólasóknar verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í safnaðarsal kirkjunnar Dagskrá fundarins: Lögbundin aðalfundarstörf Önnur mál Rétt til fundarsetu eiga allir þeir sem búa í Fella – og Hólasókn í Reykjavík og eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Verið velkomin að taka þátt í umræðu um starf kirkjunnar. Sóknarnefnd

By |2022-04-29T23:05:25+00:0029. apríl 2022 | 23:03|

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 3. maí

Kyrrðarstund kl. 12 Umsjá Kristín Kristjánsdóttir djákni og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Kyrrlát stund með tónlist, hugleiðingu og fyrirbæn. Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Félagsstarf eldri borgara kl. 13. Auður Harpa danskennari kemur í heimsókn með dansskóna og kennir okkur sporin. Magga verður á staðnum með verslunina Logy. Verið velkomin.

By |2022-04-29T10:50:28+00:0029. apríl 2022 | 10:50|

Karlakaffi föstudaginn 29. apríl

Föstudaginn 29. apríl frá kl. 10 - 11.30 Má bjóða þér í kaffi og vínabrauð, spjall og samveru. Gestir okkar eru Þráinn Þorvaldsson og  Guðmundur H. Hauksson formaður og framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélagsins Framfarar sem eru samtök manna sem hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein.   Láttu sjá þig  við tökum hlýlega á móti ykkur    

By |2022-04-28T09:37:54+00:0028. apríl 2022 | 09:37|

Guðsþjónusta sunnudaginn 1. maí kl. 11

Guðsþjónusta kl. 11 Prestur sr. Magnús Björn Björnsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari Helga Björg Gunnarsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin

By |2022-04-26T10:13:19+00:0026. apríl 2022 | 10:13|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldriborgara þriðjudaginn 26.apríl

Kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kyrrlát stund með tónlist, hugvekju og fyrirbæn. Eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Félagsstarf eldri borgara kl. 13:00 Við heimsækjum Hjálpræðisherinn og fáum skoðunarferð um nýja húsið þeirra og kaffi á eftir. Verið velkomin

By |2022-04-25T08:15:23+00:0025. apríl 2022 | 08:15|
Go to Top