Fréttir

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 24. mars kl. 11

Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Matthíasar Harðarsonar. Sunnudagaskóli á sama tíma, í umsjá Mörtu og Ásgeirs. Kaffi og djús eftir stundina. Meðhjálpari, Jóhanna Freyja Björnsdóttir Verið velkomin

By |2019-03-19T10:35:24+00:0019. mars 2019 | 10:35|

Aðalfundur Fella- og Hólasóknar

Aðalfundur Fella- og Hólasóknar Fundurinn verður haldinn í safnaðarsal Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 2. apríl 2019 kl. 17.30. Á dagskrá fundarins verða lögbundin aðalfundarstörf. Starfsskýrslur og starfsáætlanir um safnaðarstarfið kynntar. Reikningar kirkjunnar fyrir liðið ár og fjárhagsáætlun þessa árs lögð fram til samþykktar Önnur mál   Rétt til fundarsetu eiga allir þeir sem búa í [...]

By |2019-03-19T10:31:13+00:0019. mars 2019 | 10:31|

Góugleði eldriborgarastarfsins þriðjudaginn19. mars

  Góugleði eldriborgara Fella- og Hólakirkju 19. mars 2019 kl.18.00 Góugleði sem engin ætti að láta framhjá sér fara! Okkar ástsælasti söngvari, Raggi Bjarna mætir galvaskur og syngur nokkur af sínum vinsælu lögum. Glæsilegur 3 rétta kvöldverður, gamanmál, söngur, dans og gleði.   Kristján Snorrason harmónikkuleikari spilar fyrir dansi!   Verð kr. 5.500 kr skráning [...]

By |2019-03-12T09:59:11+00:0012. mars 2019 | 09:59|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 17. mars kl. 11:00

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Ketill Hugi Hafdal Halldórsson nemi leikur á selló. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. Verið velkomin

By |2019-03-12T09:52:45+00:0012. mars 2019 | 09:52|

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 12. mars

Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12:00. Kristín Kristjánsdóttir djákni og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sjá um stundina. lSúpa og brauð eftir stundina. Gestur okkar í dag er  Kristján Snorrason forstjóri Heyrnar-og talmeinastöð Íslands. Hlökkum til að sjá ykkur og allir eru velkomnir.

By |2019-03-07T11:33:29+00:007. mars 2019 | 11:33|

HREYFING TIL HJÁLPAR – FELDENKRAIS aðferðin

HREYFING TIL HJÁLPAR ágóði rennur til barna í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar FELDENKRAIS aðferðin eykur vellíðan við hreyfingar Miðvikudagar kl. 10.30 - 12  í mars, apríl og maí  2019 í Fella- og Hólakirkju Hólabergi 88, 111 RVK   Leiðbeinandi Bjargey Þ. Ingólfsdóttir Kennslustundir: Mars: 13. - 20. og  27. mars Apríl: 3. - 10. og 24. [...]

By |2019-03-07T11:26:36+00:007. mars 2019 | 11:26|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 Dýrfirðingamessa kl. 14 sunnudaginn 10. mars

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffi og djús eftir stundina. Verið velkomin. Dýrfirðingamessa kl. 14. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar, Ósk Elísdóttir flytur hugvekju. Organisti Guðmundur Óskarsson.

By |2019-03-06T22:05:57+00:006. mars 2019 | 22:05|

Eldriborgarastarf þriðjudaginn 5. mars

Við byrjum daginn með kyrrðarstund kl. 12 síðan fögnum við sprengideginum með því að gæða okkur á baunasúpu og saltkjöt. Þorvaldur kemur með harmónikkuna og við syngjum saman og höfum gaman. Verið velkomin

By |2019-03-04T10:34:59+00:004. mars 2019 | 10:34|

Sunnudagur 3. mars Fjölskyldumessa kl. 11 og Æskulýðsmessa kl. 20

Á sunnudaginn 3. mars sem er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar verður mikið um að vera í kirkjunni frá morgni til kvölds. Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson leiðir stundina ásamt Mörtu og Ásgeiri, það verður söngur og gleði. Æskulýðsmessa kl. 20. Pétur Ragnhildarson, æskulýðsfulltrúi og sr. Jón Ómar leiðir stundina. Pétur Ragnhildarson verður með hugleiðingu. Krakkar úr [...]

By |2019-03-01T14:09:25+00:0026. febrúar 2019 | 10:03|