Fréttir

Guðsþjónusta 14. jan

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Verið hjartanlega velkomin.

By |2024-01-11T14:53:40+00:0011. janúar 2024 | 14:53|

Helgihald um jól og áramót í Fella- og Hólakirkju

Kæru vinir, Sóknarnefnd, prestar og starfsfólk Fella- og Hólakirkju óska ykkur gleðilegra jóla og bjóða ykkur velkomin í aftansöng og miðnæturguðsþjónustu á aðfangadagskvöld og hátíðarmessur á jóladag og nýársdag í kirkjunni ykkar, Fella- og Hólakirkju.   Aðfangadagur Aftansöngur kl. 18 Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella-og Hólakirkju syngur. Xu Wen og [...]

By |2023-12-20T15:19:00+00:0020. desember 2023 | 15:19|

Jólasöngvar við kertaljós

Á þriðja sunnudegi í aðventu, 17. des kl. 17:00, verður stund sem hefur fest sig í sessi undanfarin ár og nefnist Jólasöngvar við kertaljós. Þar verður hugljúf og hátíðleg jólatónlist í forgrunni sem Kór Fella- og Hólakirkju leiðir ásamt Matthías Stefánssyni fiðluleikara. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Eftir stundina verður boðið upp [...]

By |2023-12-13T15:36:45+00:0013. desember 2023 | 14:51|

Jólastund í eldri borgarastarfinu

Á morgun verður kyrrðarstund klukkan 12 í Fella- og Hólakirkju í umsjón Steinunnar djákna. Í eldri borgarastarfinu verður hið árlega jólahlaðborð sem er alltaf glæsilegt. Þar er hangikjöt í fyrirrúmi og kostar maturinn 3.000 kr. Það verður rautt fataþema í tilefni dagsins. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-12-11T17:08:17+00:0011. desember 2023 | 17:08|

Aðventustund barnanna 10. des

Á öðrum sunnudegi í aðventu, 10. des næstkomandi, verður aðventustund barnanna kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu Birgisdóttur Hafberg æskulýðsfulltrúa. Barnakór Hólabrekkuskóla leiðir tónlistina undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Undirleikari er Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Kveikt verður á Betlehemskertinu á aðventukransinum. Jólasveinn kemur í heimsókn og gefur börnunum góðgæti. Létt og skemmtileg aðventustund sem [...]

By |2023-12-07T11:12:50+00:007. desember 2023 | 11:12|

Aðventukvöld 3. des

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 3. des kl. 20:00, verður aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju. Prestarnir okkar leiða stundina og lesa ritningartexta og jólasögu. Kór Fella- og Hólakirkju flytur fallega og hugljúfa jólatónlist undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Greta Salóme Stefánsdóttir syngur einsöng og leikur á fiðlu. Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúðaráðs í Breiðholti og [...]

By |2023-11-30T13:50:46+00:0028. nóvember 2023 | 12:23|

Æskulýðsguðsþjónusta 26. nóv

Næsta sunnudag verður æskulýðsguðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu Birgisdóttur Hafberg, æskulýðsfulltrúa. Jóhanna Elísa Skúladóttir leikur undir söng og leiðir tónlistina. Létt og skemmtileg stund á síðasta sunnudegi kirkjuársins. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-11-26T14:21:58+00:0023. nóvember 2023 | 15:01|

Karlakaffi næsta föstudag

Næsta föstudag verður karlakaffi í Fella- og Hólakirkju kl. 10:00. Gestur okkar verður Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður. Kaffi, vínarbrauð og gott samfélag eins og alltaf.

By |2023-11-22T14:19:32+00:0022. nóvember 2023 | 14:19|

Messa 19. nóv

Næsta sunnudag, 19. nóvember, klukkan 17:00 verður messa í Fella- og Hólakirkju. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Verið hjartanlega velkomin. Sr. Bryndís Malla, prófastur, les guðspjall í messu í Fella- og Hólakirkju

By |2023-11-15T11:27:25+00:0015. nóvember 2023 | 11:26|

Guðsþjónusta 12. nóv – Kór Fjölmenntar kemur fram

Næsta sunnudag, 12. nóv, verður guðsþjónusta kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Það verður mikil tónlistarveisla í guðsþjónustunni en kór Fella- og Hólakirkju leiðir safnaðarsöngin undir stjórn Arnhildar organista. Kór Fjölmenntar kemur einnig fram og verður með tónlistaratriði. Að lokum syngur einsöng, Halldóra Sólveig Einarsdóttir, söngnemandi við Domus Vox. Heiðrún Kristín [...]

By |2023-11-10T11:05:59+00:008. nóvember 2023 | 16:44|
Go to Top