Fréttir

Messa og kvöldverður 10. sept

Næsta sunnudag, 10. sept verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Nanna æskulýðsfulltrúi verður meðhjálpari. Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á heitan kvöldverð inn í safnaðarheimili, lasagne að hætti Helgu kirkjuvarðar. Verið hjartanlega [...]

By |2023-09-07T15:09:29+00:007. september 2023 | 14:51|

Skráning í fermingarfræðslu í fullum gangi – Enn hægt að bætast í hópinn

Nú er skráning í fermingarfræðslu og fermingar vorið 2024 í fullum gangi og ennþá er hægt að bætast í hópinn. Fræðslan hefst laugardaginn 9. sept með fermingarmóti í Fella- og Hólakirkju. Í næstu viku hefjast svo vikulegir tímar í kirkjunni, á miðvikudögum kl. 15:30. Ferming er alltaf stór stund í lífi hvers ungmennis og fermingarfræðslan [...]

By |2023-09-05T13:42:40+00:005. september 2023 | 13:40|

Félagsstarf eldri borgara hefst á morgun – 5. sept

Á morgun, þriðjudaginn 5. sept, hefst félagsstarf eldri borgara á nýjan leik eftir gott sumarfrí. Starfið hefst með kyrrðarstund kl. 12:00 sem Steinunn djákni og Arnhildur organisti hafa umsjón með. Eftir stundina verður boðið upp á súpu gegn vægu gjaldi að hætti Helgu og Bjarkeyjar kirkjuvarða. Dagskrá vetrarins verður kynnt en von er á mörgum [...]

By |2023-09-04T14:22:54+00:004. september 2023 | 14:22|

Guðsþjónusta 3. sept

Næsta sunnudag, 3. sept, verður guðsþjónusta í Fella-  og Hólakirkju kl. 11:00. Guðsþjónustan er sameiginleg á vegum safnaðanna í Breiðholtsprestakalli. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur organisti og félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudaginn 10. sept hefst hefðbundið helgihald í Fella- og Hólakirkju þar sem verða messur alla [...]

By |2023-08-30T00:40:58+00:0030. ágúst 2023 | 00:40|

Messa í Breiðholtskirkju 27. ágúst

Næsta sunnudag, 27. ágúst, verður verður sameiginleg messa á vegum safnaðanna í Breiðholtsprestakalli í Breiðholtskirkju kl. 11:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudaginn 3. sept verður sameiginleg messa Breiðholtsprestakalls í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00.

By |2023-08-22T16:23:06+00:0022. ágúst 2023 | 16:19|

Guðsþjónusta 20. ágúst

Næsta sunnudag, 20. ágúst, verður guðsþjónusta í Fella-  og Hólakirkju kl. 11:00. Guðsþjónustan er sameiginleg á vegum safnaðanna í Breiðholtsprestakalli. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Arnhildur organisti og félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudaginn 27. ágúst verður sameiginleg messa Breiðholtsprestakalls í Breiðholtskirkju kl. 11:00.

By |2023-08-15T13:46:11+00:0015. ágúst 2023 | 13:46|

Messa í Breiðholtskirkju 13. ágúst

Næsta sunnudag, 13. ágúst, verður sameiginleg messa á vegum safnaðanna í Breiðholtsprestakalli í Breiðholtskirkju kl. 11:00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar fyrir altari og prédikar. Örn Magnússon organisti leiðir tónlistina. Verið hjartanlega velkomin. Sunnudaginn 20. ágúst verður sameiginleg messa Breiðholtsprestakalls í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00.

By |2023-08-09T13:24:18+00:009. ágúst 2023 | 12:32|

Sumarið í Fella-og Hólakirkju

Í júlímánuði verður ekki helgihald á sunnudögum í Fella-og Hólakirkju. Engu að síður verða kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12 í Breiðholtskirkju og guðsþjónustur á sunnudögum kl. 11 í Seljakirkju. Fram að Verslunarmannahelgi er ekki hefðbundinn opnunartími í kirkjunni. Hægt er að hafa samband um salaleigu og notkun á kirkjunni með því að senda tölvupóst á [...]

By |2023-08-09T12:53:48+00:004. júlí 2023 | 08:30|

Gönguguðsþjónusta í Seljakirkju sunnudaginn 1. júlí

Gönguguðsþjónustur safnaðanna í Breiðholti halda áfram. Að þessu sinni verður gengið frá Fella-og Hólakirkju kl. 10 til Seljakirkju þar sem messan hefst kl. 11. Sr. Sigurður Már Hannesson þjónar og predikar. Félagar úr kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, organista. Verið öll hjartanlega velkomin!

By |2023-06-28T14:02:17+00:0028. júní 2023 | 14:02|

Göngumessa í Fella-og Hólakirkju kl. 11

Sunnudaginn 25. júní verður göngumessa í Fella-og Hólakirkju kl. 11. Að þessu sinni verður safnast saman í Seljakirkju og gengið þaðan til kirkju í Efra Breiðholti kl. 10. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar  og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista. Eftir messuna verður messukaffi að hætti Bjarkeyjar kirkjuvarðar. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-06-21T15:08:25+00:0021. júní 2023 | 14:57|
Go to Top