Fréttir

Kyrrðarstund og eldriborgarastarf þriðjudaginn 9. nóvember

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Súpa og brauð eftir stundina. Félagsstarf kl. 13:00. Erla Doris Halldórsdóttir sagnfræðingur flytur fróðlegt erindi um sögu smitsjúkdóma á Íslandi. Verið velkomin í gott og gefandi samfélag.

By |2021-11-07T10:39:51+00:007. nóvember 2021 | 10:39|

Allra heilagra messa sunnudaginn 7. nóvember kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma

Allra heilagra messa sunnudaginn 7. nóvember kl. 11    Við minnumst látinna og sérstaklega þeirra sem látist hafa á árinu og kveikjum á kerti til minningar um látna ástvini. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kaffisopi eftir stundina. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir Með kærleikskveðju og bæn um [...]

By |2021-11-02T10:45:54+00:002. nóvember 2021 | 10:43|

Félagsstarf eldri borgara þriðjudaginn 2. nóvember

Félagsstarf eldri borgara Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Súpa og brauð eftir stundina. Félagsstarf eldri borgara kl. 13:00 Verið velkomin í gott og gefandi samfélag, við syngjum, segjum sögur, sinnum handavinnu og fáum gott kaffi. Magga kemur með verslunina sína Logy til okkar. Hlökkum til að sjá ykkur.

By |2021-10-31T15:32:22+00:0031. október 2021 | 15:32|

Fjölskylduguðsþjónusta 31. okt

Næsta sunnudag verður fjölskylduguðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Ástu Guðrúnu Guðmundsdóttur og Arnhildur organisti leikur undir. Það verður mikið sungið, hlustað á sögu úr Biblíunni og svo mætir brúðan Viktoría með grín og glens. Eftir stundina verður boðið upp á pylsur og hoppukastala. Allar fjölskyldur velkomnar. Fjölskylduguðsþjónustan [...]

By |2021-10-26T12:34:58+00:0026. október 2021 | 12:31|

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 24. október

Messa kl. 11:00 Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Guðrún Margrét Halldórsdóttir, nemi frá Söngskólanum í Reykjavík syngur einsöng. Sunnudagaskólinn er á sama tíma, Dagný og félagar taka vel á móti krökkunum. Verið hjartanlega velkomin Kaffisopi og djús í boði eftir messu. [...]

By |2021-10-19T10:30:53+00:0019. október 2021 | 10:30|

Kyrrðarstund og eldri borgarastarf þriðjudaginn 19. október

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Súpa og brauð eftir stundina. Félagsstarf eldri borgara kl. 13 Steinunn Leifsdóttir íþróttafræðingur fræðir okkur um mikilvægi jafnvægisæfinga og kennir einfaldar æfingar. Einnig ætlum við að hafa bleikan dag hjá okkur, hvetjum alla til að mæta í bleiku. Verið velkomin í gott og [...]

By |2021-10-17T18:03:08+00:0017. október 2021 | 18:03|
Go to Top