Fréttir

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 17. janúar

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjón Steinunnar djákna. Eftir stundina verður boðið upp á súpu og brauð að hætti kirkjuvarðanna. Í eldri borgarastarfinu kemur sr. Ása Laufey í heimsókn og segir okkur frá starfi sínu með innflytjendum. Verið hjartanlega velkomin.

By |2023-01-17T09:12:58+00:0016. janúar 2023 | 10:30|

Messa og barnastarf 15. jan

Næsta sunnudag verður messa kl. 17. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarfið hefst einnig á sunnudaginn kl. 17 og hefur sr. Pétur Ragnhildarson umsjón með því ásamt Ástu Guðrúnu Guðmundsdóttir. Sjáumst á sunnudaginn.

By |2023-01-12T18:42:45+00:0012. janúar 2023 | 13:40|

Útvarpsguðsþjónusta 8. janúar

Næsta sunnudag verður útvarpsmessa frá Fella- og Hólakirkju kl. 11:00 á Rás 1. Prestarnir okkar sr. Jón Ómar og sr. Pétur þjóna fyrir altari og sr. Jón Ómar prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Arnhildar organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.   Það verður ekki messa í Fella- og Hólakirkju kl. 17 eins [...]

By |2023-01-04T14:48:05+00:004. janúar 2023 | 14:12|

Helgihald um jól og áramót í Fella- og Hólakirkju

Kæru vinir, Sóknarnefnd, prestar og starfsfólk Fella- og Hólakirkju óskar ykkur gleðilegra jóla og býður ykkur velkomin í aftansöng á Aðfangadagskvöld og hátíðarmessur á Jóladag og Nýársdag í kirkjunni ykkar, Fella- og Hólakirkju.   Aðfangadagur Aftansöngur kl. 18 Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og sr. Pétur Ragnhildarson predikar. Kór Fella-og Hólakirkju syngur. Xu Wen syngur [...]

By |2022-12-19T14:27:13+00:0019. desember 2022 | 14:24|

Jólasöngvar við kertaljós á fjórða sunnudegi í aðventu 18. des

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 17 í Fella- og Hólakirkju. Eins og hefð er fyrir á fjórða sunnudegi í aðventu verður hugljúf jólatónlist í forgrunni og ritningarlestrar aðventunnar lesnir í heild sinni. Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Eftir stundina [...]

By |2022-12-13T09:28:31+00:0013. desember 2022 | 09:21|

Auglýst eftir kirkjuverði í 50% starf

Fella-og Hólakirkja óskar eftir kirkjuverði til starfa í 50% starf. Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt starf. Í starfinu felst m.a. undirbúningur við ýmsar kirkjulegar athafnir, móttaka, almenn ræsting og aðstoð í fjölbreyttu safnaðarstarfi kirkjunnar. Vinnutími er óreglulegur og að nokkru leyti eftir samkomulagi. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, [...]

By |2022-12-09T10:48:17+00:008. desember 2022 | 15:17|

Jólaball næsta sunnudag kl. 17

Jólaball Fella- og Hólakirkju fer fram næsta sunnudag kl. 17:00. Stundin hefst inn í kirkju þar sem sr. Pétur Ragnhildarson segir frá vitringunum í jólaguðspjallinu og kveikt er á þriðja kertinu á aðventukransinum. Eftir það er haldið inn í safnaðarheimili þar sem Arnhildur organisti stýrir söng og dansi í kringum jólatréð. Aldrei að vita nema [...]

By |2022-12-07T12:17:36+00:007. desember 2022 | 12:17|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 6. des – Aðventuferð í Grafarvogskirkju

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjón Steinunnar djákna og súpa og brauð í boði eftir stundina að hætti Kristínar kirkjuvarðar. Í eldri borgarastarfinu förum við í aðventuferð upp í Grafarvogskirkju þar sem við fáum að hlýða á nýja orgelið þeirra, fræðast um kirkjuna og hitt fólkið í eldri borgarastarfinu þar. Hlökkum til að sjá ykkur.

By |2022-12-06T09:11:14+00:006. desember 2022 | 09:11|

Aðventustund barnanna á 2. sunnudegi í aðventu

Næsta sunnudag verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 17:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina og með honum verður Ásta Guðrún Guðmundsdóttir og brúðan Viktoría, sem fer alltaf á kostum. Barnakór Hólabrekkuskóla leiðir tónlistina undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Undirleikari er Guðný Einarsdóttir. Létt og skemmtileg aðventustund sem kemur öllum í jólaskap. Hlökkum til að sjá ykkur.

By |2022-12-01T09:54:20+00:001. desember 2022 | 09:54|
Go to Top