Fréttir

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 8. nóv

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjón Steinunnar djákna. Eftir það er boðið upp á súpu og brauð. Í eldri borgarastarfinu fáum við góðan gest en sr. Arna Ýrr, prestur í Grafarvogskirkju ætlar að segja okkur frá draumum og merkingum þeirra. Verið hjartanlega velkomin.

By |2022-11-07T18:14:59+00:007. nóvember 2022 | 18:14|

Guðsþjónusta 6. nóv á allra heilagra messu – Biskup Íslands prédikar

Sunnudaginn 6. nóvember, sem er allra heilagra messa, verður guðsþjónusta kl. 17.00. Minningarstund látinna ástvina fer fram í guðsþjónustunni við kertaljós. Prestarnir okkar þjóna fyrir altari og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, en hún er um þessar mundir að vísitera prófastsdæmið okkar. Kór Fella-og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar [...]

By |2022-11-03T13:51:54+00:003. nóvember 2022 | 11:07|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara 1. nóv

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjón prestanna okkar og Steinunnar djákna. Biskup Íslands heimsækir kirkjuna og eldri borgarastarfið sem er liður í vísitasíu biskups í prófastsdæminu. Í eldri borgarastarfinu koma félagar úr kór Fella- og Hólakirkju og segja frá ferðalagi sínu til Skotlands í máli og myndum. Verið hjartanlega velkomin.

By |2022-10-31T11:55:42+00:0031. október 2022 | 11:55|

Fjölskyldumessa sunnudaginn 30. okt

Næsta sunnudag verður fjölskylduguðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson hefur umsjón með stundinni ásamt Arnari Ragnarssyni og Arnhildi organista. Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á sænskar kjötbollur að hætti Helgu kirkjuvarðar. Verið hjartanlega velkomin á sunnudaginn kl. 17:00.

By |2022-10-25T15:02:24+00:0025. október 2022 | 15:02|

Karlakaffi 28. okt

Næsta föstudag verður karlakaffi kl. 10:00. Gestur okkar verður Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og ráðherra. Hann mun flytja erindi um fiskeldi á Íslandi og svara spurningum um efnið. Boðið verður upp á kaffi og vínarbrauð.

By |2022-10-25T12:59:48+00:0025. október 2022 | 12:59|

Kyrrðarstund og samvera eldri borgara 25. okt

Kyrrðarstund kl. 12:00 á morgun í umsjón Steinunnar Þorbergsdóttur djákna. Eftir stundina verður boðið upp á súpu og svo ætlar sr. Pétur að fræða okkur um kvenpersónur í Gamla testamentinu. Verið hjartanlega velkomin.

By |2022-10-25T09:01:23+00:0025. október 2022 | 09:01|

Messa, barnastarf og karrýsúpa 23. okt

Næsta sunnudag verður messa kl. 17 í Fella- og Hólakirkju. Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma í umsjón Nönnu og Írisar. Eftir messuna og barnastarfið býður Kristín kirkjuvörður upp á karrýsúpu með kjúklingi. Verið [...]

By |2022-10-21T11:04:47+00:0020. október 2022 | 15:04|

Kyrrðarstund og eldri borgarastarf 18. okt

Kyrrðarstund kl. 12:00 á morgun í umsjón Steinunnar Þorbergsdóttur djákna. Eftir stundina bjóða kirkjuverðirnir upp á sviðasultu sem þær gera sjálfar ásamt rófustöppu, grænum baunum og fleira góðgæti. Hlökkum til að sjá ykkur á morgun. Sr. Jón virðir fyrir sér sviðin sem á eftir að gera að sviðasultu.

By |2022-10-17T12:46:18+00:0017. október 2022 | 12:46|

Bleik messa sunnudaginn 16. okt

Bleik messa sunnudaginn 16. október. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar organista. Einsöngvarar eru Bjarki Þór Bjarnason, Hulda Jónsdóttir og Rakel Þorsteinsdóttir. Barnastarf á sama tíma í kennslustofunni. Þar er alltaf gleði og gaman. Kirkjan tekur þátt í átaki Bleiku Slaufunar til stuðnings Krabbameinsrannsóknum. Hvetjum alla kirkjugesti [...]

By |2022-10-14T14:24:05+00:0013. október 2022 | 15:49|
Go to Top