Fréttir

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli sunnudaginn 24. apríl kl. 11

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Kristín Kristjánsdóttir djákni þjónar og flytur hugleiðingu. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Sumarsmellur í sunnudagaskólanum í safnaðarheimilinu. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi og djús eftir stundina. Verið velkomin

By |2022-04-22T08:26:19+00:0022. apríl 2022 | 08:25|

Helgihald um bænadaga og páska

Skírdagur kl. 11 Fermingarmessa. Föstudagurinn langi kl. 14 - Helgistund við krossinn Stabat mater eftir tónskáldið Giovanni Battista Pergolesi verður flutt og Píslarsagan lesin. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran, Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran og félagar úr kór Fella og Hólakirkju syngja. Arnhildur Valgarðsdóttir spilar undir og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. [...]

By |2022-04-11T11:35:12+00:0011. apríl 2022 | 11:35|

Kyrrðarstund og Eldriborgara starf þriðjudaginn 5. apríl

Kyrrðarstund kl. 12 Kristín Kristjánsdóttir djákni og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti sjá um stundina. Kyrrlát stund með hugleiðingu, tónlist og fyrirbæn. Léttur hádegisverður eftir stundina á vægu verði. Félagsstarf eldri borgara kl. 13 Verið velkomin í gott og gefandi samfélag.

By |2022-04-03T18:46:40+00:003. apríl 2022 | 18:46|

Kyrrðarstund og Félagsstarf eldriborgara þriðjudaginn 29. mars

Þriðjudaginn 29. mars Félagsstarf eldriborgara   Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Félagsstarf eldriborgara kl. 13 Gísli Tryggvason lögmaður kynnir erfðamál. Gísli er sérhæfður í erfðamálum og býr yfir mikilli þekkingu á því sviði. Færi gefst á að bera upp spurningar að kynningu lokinni. Verið velkomin

By |2022-03-28T11:24:33+00:0028. mars 2022 | 11:24|

Beint streymi frá samstöðuguðsþjónustu með Úkraínu

Samstöðuguðsþjónusta til stuðnings meðbræðrum okkar og systrum í Úkraínu verður haldin í Fella-og Hólakirkju sunnudaginn 27. mars kl. 11. Tekin verða samskot til stuðnings neyðarsöfun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Úkraínu. Sérstakir gestir verða söngkonurnar Diddú , Lay low og Alexandra Chernyshova ásamt Grími Helgasyni klarinettuleikara. Kór Fella-og Hólakirkju syngur í guðsþjónustunni og mun m.a. flytja þjóðsöng Úkraínu [...]

By |2022-03-27T10:23:00+00:0027. mars 2022 | 10:45|
Go to Top